Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 170
168
Ritdómar
Þetta er þó nokkur fjöldi orða ef rétt er hermt aö allur þorri manna noti aðeins
um þrjú þúsund orö í daglegu tali. Aftur á móti innihalda margar vasaoröabækur
jafnmörg orð; minnsta Collins Gem ensk-franska og fransk-enska (Cousin 1986)
hefur um 50.000 uppflettiorð, þ.e. u.þ.b. 25.000 f hvora átt. Næsta stærðin, t.d. Coll-
ins Pocket þýsk-enska og ensk-þýska (Schnorr o.fl. 1982) hefur rúmlega 70.000 og
Concise spænsk-enska og ensk-spænska (Smith o.fl. 1988), sem lítur út fyrir að vera
af svipaðri stærð og þessi bók, inniheldur yfir 100.000 orð.
Þessi bók hefur aftur á móti mjög stórt og læsilegt letur, prentað í tvídálki, en ekki
þrídálki eins og algengt er um orðabækur f fullri stærð, á þykkan pappír. Það gerir
hana án efa mjög myndarlega, en það hlýtur að vera spuming hvort allir notendur
taki slíka kosti fram yfir fleiri orð.
Þar með er ekki sagt að orðafjöldi í sjálfu sér skipti öllu máli. Orð valin með
tilliti til tíðnidreifingar f íslensku almennt hljóta að fara langt með að uppfylla þarf-
ir flestra, svo lengi sem notendumir þurfa ekki að lesa, skrifa eða ræða um annað
en algengustu efni. En sé fjöldi orðanna takmarkaður verður að vanda sérstaklega
til vals þeirra. í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að markaður fyrir
íslensk-enska oröabók er ekki ýkjastór en mjög sundurleitur og því verður bókin að
leitast við að uppfylla mismunandi þarfir með því að vera meira alhliða en hlið-
stæðar bækur í stærri málsamfélögum þar sem meira er um sérhæfðar orðabækur og
orðasöfn.
En á hvaða orðum þurfa útlendingar þýðingar ef þeir ætla t.d. að lesa eitthvað á
íslensku? Og hvaða orð þurfa Islendingar að fá upplýsingar um á ensku?
4.1. Ný orð
í fyrsta Iagi þarf orðabók að innihalda þau orð sem em í notkun í dag og á
þetta við báða notendahópana. Það þýðir lítið fyrir íslendinga að reyna að skrifa
viðskjptabréf í dag með orðaforða 19. aldar og útlendingar sem ætla að ferðast um
landið hafa lítið upp úr orðaforðanum sem þeir læra í fslensku kennslubókinni eftif
Stefán Einarsson, þar sem allt snýst um kaupstaðarferðir á hestbaki með rúsfnur sem
mesta lostæti bama. Hér stendur þessi bók sig prýöilega. Ef við flettum t.d. upp t*u
orðum sem hafa orðið algeng í íslensku á síðasta áratug fáum við:
lánskjaravísitala: credit terms index
ritvinnsla: word processing
kvóti: quota
eyðni: AIDS
endurvinnsla: ekki gefið en finna má „endur- (in compounds) again, re-
og „vinnsla preparation, processing, production“
mengunarvarnir: ekki gcfið en finna má „mengun ... pollution“ og varnif
vísaði á „vörn ... defense"
gagnagrunnur: data base
geislaspilari: compact disc player
örbylgjuofn: microwave oven