Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 171
Ritdómar
169
fœling: ekki gefið en finna má Jœla ... e-n frá e-u scare sby from sth“
langloka: ekki gefið (ekki heldur eldri merkingin)
Tilraun til að fletta upp þessum orðum í orðabók Amgríms Sigurðssonar gaf lítið í
a&ra hönd, enda bókin gefin út 1970 og sennilega samin þó nokkm fyrr. Tvö orðanna
fundust, kvóti og fceling, hið síöara aðeins með almennu þýðingunni „frightening“.
^ngin þessara orða fundust í íslensk-ensku vasaorðabókinni eftir Taylor (án árs).
^•2. Sérsvið
Það er vitanlega erfitt að velja orð sem maður heldur að útlendingar kynnu að þurfa
að nota, en það hlýtur að vera óhætt að reikna með að þörf sé fyrir góðan orðaforða
a-ni.k. á sviði viðskipta, bókmennta, þjóðhátta almennt og vísinda (og þá sérstaklega
á þeim sviðum þar sem málum er öðmvísi háttað á íslandi eða rannsóknir okkar
taldar forvitnilegar, t.d. f jarðvísindum og orkunýtingu, sjávarútvegi, faraldsfræði,
sv° að dæmi séu nefnd).
Til að kanna þetta betur gerði ég takmarkaða tilraun, án þess að gefa það í skyn
a® hún sé neitt vfsindaleg, sem fólst í að skoða fjóra stutta texta á íslensku, valda að
|nestu af handahófi úr 1) dagblaði, 2) tímariti, 3) splunkunýrri smásögu og 4) klass-
lsku bundnu máli. Það er ekki ólfklegt að eitthvað af þessu yrði á vegi manns sem
v$ri að reyna að læra íslensku eða lesa um einhvem málaflokk sem hann hefði áhuga
á.
Dagblaðstextinn (Alþýðublaðið 1989:1) fjallaði um nýja skýrslu Hafrannsókna-
st°fnunar um ástand þorskstofnsins. Með því að fletta upp orðhlutum ýmissa sam-
Settra orða var hægt að komast í gegnum næstum alla greinina. Þó vantaði orðin
nytiðun, fiskgengd og nytjastofn og mér fannst að erfitt yrði að ráða merkingu þeirra
af Þeim brotum sem hægt væri að finna. Þrjár skýringar vom gefnar fyrir árgang,
’>yolume“, „school class“ og „vintage“, sem hæfa um tímarit, skólasystkini og þrúgu-
Vln> en ekki „year class“ sem hefur almennari merkingu (né íðorðið „cohort" sem
er of sérfræðilegt til að eiga heima í bókinni).
Tfmaritsgreinin (Halldór Þormar 1988:43-44) var um veirufræðirannsóknir, og
^nér þótti mesta furða hve mörg orð ég gat fundið eða a.m.k. ráðið í. Eins og vænta
í”átti voru það frekar sérhæfð orð sem fundust ekki: miðtaugakerfi, riðuveiki (ekki
e*dur riða) og visnuveira. Auk þess fann ég ekki vágestur, hœggengur og meingerð
n Mein þó, bæði í merkingunni „damage“ og ,,illness“).
Við smásöguna (Einar Kárason 1989:101) stóð orðabókin sig með stakri prýði.
Un réð við orðasambönd eins og grípa til og vera fyrir, hún hafði jafnvel hugsað
ynr afbrigðilegum rithætti: kall vísaði á karl (en ritmyndin útá fannst þó ekki). Hins
ri^ar er ekki gefin samsetningin skilningsvana né liðurinn -vana og ekki þýðing sem
uppnœmur, frasinn „hann er ekki uppnæmur fyrir því“ er þýddur sem „that
dngir á
doei
es not impress him“ sem skýrir ekki hvemig pabbinn í sögunni var „uppnæmur
yrir allri stríðni".
. Af bundnu máli þótti mér sjálfsagt að prófa sjálfan Gunnarshólma. Þar með er að
Su komið út fyrir „algengt fslenskt nútímamál" sem er hið tilgreinda svið orðabók-