Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 172
170
Ritdómar
arinnar. En stúdentar eru ekki komnir Iangt á leið f nútímaíslensku þegar þeim er att
á gullaldarljóölistina, enda fá allir útlendingar að heyra hvað Jónas var mikið skáld
og hafði mikia þýðingu fyrir sjálfstæðisbaráttuna — þetta kemur fram í öllum rituni
um íslenska sögu eða íslenskar bókmenntir sem ætluð eru útlendingum. Því er ekki
að efa að margir eiga eftir að lesa Jónas og Bjama með hjálp þessarar orðabókar
(enda naumast í annað hús að venda fyrir þá sem ekki eru læsir á dönsku Blöndals).
Þar hrekkur hún raunar skammt, en þótt orð eins og glœsa (s.), himinblámi (eða
blámi),fagurtœr, belja, hamrabúi (eða -búi) og hengiflug séu ekki útskýrð í orðabók
af þessari stærð er naumast við hana að sakast. Auðvitað nota skáldin oft fágæt orð
og smíða jafvel sitt eigið og sérstæða mál.
Islenskir notendur orðabókarinnar hafa minna að gera við orðaforða fagurbók-
menntanna en hin sviðin þrjú sem fyrr voru nefnd, viðskipti, þjóðhættir og vísindi,
eru einmitt meðal þeirra efna sem íslendingar vilja hafa orð á við annarra þjóða
fólk. Þar eru mörgu góð skil gerð í orðabókinni, ekki sfst viðskiptamáli. Á þjóð-
háttasviðinu hefur hins vegar mjög orðið út undan það sem snýr að mataræði og
matvörum. Algeng orð eins og flatkökur, graflax og langloka var hvergi að finna
og nokkur önnur orð voru illa útskýrð, eins og rúgbrauð: „rye bread“ (sem a.m.k-
í Norður Ameríku þýðir e.k. ‘ljóst brauð með rúgkjömum’ en hið þjóðlega seydda
rúgbrauð mætti kalla „steamed brown bread“) grautur: „thick soup“ (algengustu
tegundir íslenskra grauta em „porridge“ eða „pudding“ fremur en ,,soup“).
5. Málfræði og útskýringar
5.1. Uppflettiorð
Ekki kannast ég við neinar íslenskar orðabækur sem em jafngóðar þessari fynr
notanda sem hefur ekki íslensku sem móðurmál. Málfræðikaflinn er stuttur en lag'
góður. Orðin em ekki bara flokkuð, heldur fá oft nánari málfræðiskilgreiningar (t-d-
fyrst adv superl, lífspeki f indec, neinn m sg pron indef) með skýmm skammstöfun-
um sem allar em útskýrðar á báðum málum aftast í bókinni og þær helstu útskýrðaf
á íslensku á hverri opnu.
Öllum sögnum fylgja kennimyndir (og 3. persóna et. f nútfð af sterkum og óreglu-
legum sögnum), fallstjóm sagna er gefin og notkun þeirra oftast lýst með dæmuni
(þó er þetta kannski einfaldað um of stundum: sögnin að biðja er sögð stjóma þolfafi'
en síðan er tekin dæmið að biðja sér konu án þess að nefnt sé, hvað þá útskýrt, af
hverju hér sé um þágufall og eignarfall að ræða).
Nafnorðum fylgja eignarfallsmynd eintölu og nefnifall fleirtölu. Flóknari beyging"
ar fá hins vegar engar aukaútskýringar: maður verður víst bara að vita um þágufafi
orða eins og hjörtur eða höfuð eða eignarföll fleirtölu eins og kvenna, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Og hvað hugsar maður sem sér eftirfarandi skýringar: œr f (-•")?
Hvemig á hann að beygja slíkt orð?
Eiginlega em tveir kostir hugsanlegir hér: að nota tilvísanir f tölusettar beygingar
sem hafðar séu á einum stað í bókinni eða að láta allar myndir orðanna fylgja Þeirn'
Með þessu kennimyndakerfi og beygingardæmum er reynt að fara hálfa leið eftir
tveimur mismunandi brautum en komast samt á leiðarenda; hugmyndin hefur kannski