Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 174
172
Ritdómar
tlst þannig að ekki virðist vera nokkur munur á þessum hljóðum; kvak
mætti fremur heita „birdsong (of certain birds)“)
gjöfull: generous (gjöfull er varla sagt um persónur á íslensku, frekar um
fiskimið eða aðrar auðlindir, en á ensku eru menn „generous" en auðlindir
frekar „bountiful“ eða ,,plentiful“)
kristniboð/kristniboði: mission/missionary (þýtt alveg eins og trúboð/trú-
boði\ þar er þýðingin rétt en hér þarf „Christian" að fylgja)
sandkaka: sponge cake (sem hún er alls ekki, frekar „pound cake“)
gribba: bullying fishwife (en bæði ég og orðabókin mín telja „fishwife
merkja fyrst og fremst ‘fisksölukona’ og er ástæðulaust að nota í þessu
samhengi fremur en „woman“, ‘kona’)
kringla: 1. disk, 2. pretzel, 3. discus („pretzel“, þ.e. ‘saltstöng, salt-
kringla’, nær ekki merkingunni ‘sætabrauðskringla’ og er þá gagnlegra að
gefa stutta lýsingu („Danish pastry ring“ eða þ.u.l.) en villandi þýðingu;
það er t.d. betur gert við skyr)
Auk þess finnst mér fremur óþægilegt að orð sem teljast slanguryrði eða eru notuð
nær eingöngu í töluðu máli en varla ritmáli, eins og húkka, pcela og sveitó, skuh
ekki vera sérstaklega einkennd.
Það virðist hafa verið stefna höfunda, eins og tfðkast víða í þýðingaorðabókum,
að útskýra uppflettiorðin ekki en leitast við að bjóða „jafngildi “ þeirra í hinu málinu-
Þessi jafngildi eiga að vera orð eða orðasambönd sem má koma þægilega fyrir *
staðinn fyrir uppflettiorðin (þetta er jafnvel orðað þannig að þau eiga að „fit into the
slot“ eins og mælt er með í eftirfarandi tilvitnun (Zgusta 1984:147);
The dictionary should offer not explanatory paraphrases or definitions, but real
lexical units of the target language which, when inserted into the context, produce
a smooth translation. This is a perfectly natural requirement. Lexicographers have
followed it since time immemorial.
Þetta sfðasta er að sjálfsögðu laukrétt; þetta er mjög algengt. En með því er eiginleg3
verið að gefa í skyn að texti sé einfaldlega keðja einstakra eininga og það sé lítill ef
nokkur munur á þýðingu einangraðra orða og orða í samhengi. Þar að auki er ekkert
f slfkum útskýringum sem bendir til þess að það þurfi að takmarka notkun þessara
eininga og þá hvemig.
53. Samsetningar
Þegar orð er kynnt er fyrst reynt að gefa upp helstu merkingar sem orðið hefur
eitt og sér (að því er virðist raðað eftir aðal- og aukamerkingarsviðum ásamt tíðm
merkinga), síðan koma orðasambönd, orðtök o.s.frv. Þar með benda höfundarnir a
að orð eru aðeins að takmörkuðu leyti óháðar einingar með sjálfstæða merkingu og
að merking orðs felst a.m.k. að hluta í samhengi þess í textanum.
Samsett orð eru oftast útskýrð þegar merking nýju heildarinnar er önnur en sumtna
beggja hlutanna þannig að sá sem ætlar að fletta upp mengunarvarnir verður að
finna merkingar beggja orðanna, en fortölur fær sérskýringu. Mér finnst eiginlcga