Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 179
KRISTÍN BJARNADÓTTIR, AÐALSTEINN EYÞÓRSSON,
og ÞORSTEINN G. INDRIÐASON
Skrá um íslensk málfræðirit til 1925:
Mart finna hundar sjer í holum
Formáli
I skrá þeirri sem hér fer á eftir eru upplýsingar um rit um íslenska
^álfraeði sem rituð voru af íslenskum höfundum fyrir 1925.' Rit
Rasmusar Rasks um íslensku eru einnig í skránni þar sem hann kom
hingað til lands og einnig vegna þeirra áhrifa sem þau hafa haft. Reynt
Var að tína til bæði prentað og óprentað efni, þ.á m. kennslubækur
1 íslenskri málfræði, orðabækur, orðasöfn og greinar og ritgerðir af
i'nisu tagi.2
Skránni er raðað í tímaröð eftir útgáfu- eða ritunartíma fyrsta verks
hvers höfundar. Aftan við aðalskrána eru tvær skrár yfir höfunda og
ntverk í stafrófsröð. Þar er vísað í númer í aðalskránni. Fyrri liður
númers á við höfund, síðari liður við ritverk.
Dæmi: 18. er Jón Ólafsson frá Grunnavík, en 18.28 er rit
hans Contractismus. Rit eftir ónafngreinda höfunda fá aðeins
einfait númer. Dæmi: 1. er Fyrsta málfrœðiritgerðin.
1 Skráin var upphaflega lokaverkefni í námskeiðinu Saga málfræðiiðkunar á íslandi
Guðrún Kvaran kenndi á vorönn 1987. Talsvert af efni skrárinnar er komið frá
uðrúnu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir, sem og gagnlegar ábendingar og
athugasemdir.
Helstu heimildir eru spjaldskrá Háskólabókasafns og handritaskrá Landsbóka-
safns, auk annarra heimilda af ýmsu tagi sem Guðrún benti okkur á. Af þeim er vert
a uefna sérstaklega bók Jóns Helgasonar (1926) um Jón Ólafsson frá Grunnavfk,
^lgerð Tryggva Gíslasonar (1968) íslenzk málfrœðiheiti miöalda - merking þeirra,
frirn'yndir og saga, grein Jakobs Benediktssonar íslenzk oröabókarstörf á 19. öld
1 Andvara 1969 og grein Jóns Aðalsteins Jónssonar Ágrip af sögu íslenzkrar staf-
f-'ningar í íslenzkri tungu 1, 1959. Skránni fylgir ekki sérstakur heimildalisti, en
e'ntilda er getið við hvert rit í skránni, eftir því sem þurfa þykir.