Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 190
188
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
Stundum er vísað í heimildir um sjaldgæf nöfn og greinargerðir um útbreiðslu ýmissa
nafna. í viðbótum á spássíum og lausum miðum ægir öllu saman lfkt og í Orðabókinni
(sjá 18.5) og er þar ýmsan fróðleik að finna.
18.4.1 Eftirrit Nafnatals. Ny kgl. sml. 1106 fol., framan af m.h. Jóns sjálfs en seinni
hl. m.h. Jóns Marteinssonar. I eftirritinu er lftið af seinni tíma viðbótum höfundar.
Konunglega bókasafnið f Kaupmannahöfn.
1734- 18.5 (Orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík eða) Dictionarii tentamen Islandici,
qvo non tantum omnis generis voces, tam novæ qvam antiqvæ interpretatione
Latina, cognatis cæterarum Dialectorum vocabulis, rationibus Etymologicis, nec
non (qvoties opus fuerit) rerum descriptione translatis qve Significationibus, sed
et copia loqvendi formularum, proverbialium sententiarum, exemplis Scriptor-
um, et reliqvis (qvæ et Præfationi peti possunt) ad Islandici sermonis proprieta-
tem et compiam perinentibus, auctæ, illustratæ et adornata exhibentur, ut jam
tandem methodo accuratione, auctius et usui accomodatius, qvam hactemus
prodeat. Accedunt Duo Onomartica. Unum, qvo Nomina propria virorum et
fæminarum; alterum qvo Terrarum, Locorum, Urbium etc. ad uberiorem sens-
um explicantur. AM 433 fol. Frumrit, heilt. 9 stór bindi, mjög þéttskrifuð.
Bókin er ekki skráð á seðla heldur beint á blöð. Jón hélt áfram að auka við bókina
„nærri þvf fram í rauðan dauðann“ (Jón Helgason. 1926. Jón Ólafssonfrá Grunnavík,
bls. 103). Jón Ólafsson sjálfur sagði bókina vera „eitt hið mesta tilberaverk" (JH
1926:104).
Efni:
Inngangur á latínu: Um kosti íslenskrar tungu og yfirburði hennar yfir önnur Norð-
urlandamál. Sagt er frá fyrri orðabókum og tilhögun og tilgangi bókarinnar.
í bókinni eru þýðingar á latínu (stöku sinnum á dönsku eða einungis ísl. skýringar).
Orðin eru ekki f stafrófsröð heldur eru skyld orð saman. Orðsifjafræðin er oft und-
arleg. Mikið efni úr daglegu máli og úr bréfum, gífurlegur orðaforði og dæmafjöldi,
auk alls kyns fróðleiks af ýmsu tagi, m.a. um þjóðfræði. Með bókinni hefur sennilega
átt að fylgja mannanafna- (sjá 18.4) og ömefnatal.
Jakob Benediktsson hefur skráð allt safnið á seðla og er það til á Orðabók Háskólans
ásamt ljósriti af handritinu. Fmmrit er í Kaupmannahöfn.
Sjá Jón Helgason. 1926. Jón Ólafsson frá Grunnavtk. Safn fræðafélagsins V, bls.
96-126. Kaupmannahöfn.
18.6-9 (Rit um íslenska tungu.) Þessi ritgerð átti að standa framan við Orðabókina
(sjá 18.5) en var aldrei fullgerð. Þó em til ýmis drög og heilar ritgerðir um hluta
efnisins.
1730 18.6 De emphasi lingve Isiandicæ. AM 1013 4t0. Eiginhandarrit. Ræða, líklega
flutt á Klaustri.