Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 191
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925
189
Efni:
Lofgjörð um íslenska tungu. fslenska sögð vera elsta menntamál í Evrópu og full-
komnari en aðrar tungur en danska aftur á móti aflöguð fslenska o.s.frv.
18.7 Dissertatio de lingva Danica AM 418 fol. Eiginhandarrit. Upphaf. 45 bls.
Efni:
Dönsk tunga er sögð vera samheiti yfir Norðurlandamál. Saga tungunnar (byrjar á
sköpun mannsins!). Um Babel, ætt og uppruna Norðurlandabúa og ferðalag þeirra
frá Austurlöndum. Af formálanum sést hvemig tilhögun ritsins hefur átt að vera:
1. Almenn lýsing „danskrar tungu“ og saga hennar.
2. Um íslensku sérstaklega, samanburður við önnur mál (dönsku, þýsku, latínu,
grísku o.fl., sbr. orðasöfn JÓ, sjá 18.10 og 18.13-21).
18.8 Umm Tunguna. JS 124 fol. Eiginhandarrit. Landsbókasafn.
Efni:
Drög að riti um íslenska tungu.
18.9 De usu veterum vocis Lingva Danica (á danska tungu) item de nominibus
Dani ac Normanni. AM 436 410 (hreinskrift í Ny kgl. saml. 1854a). Eiginhandarrit.
Efni:
Sýnt með dæmum að „dönsk tunga“ sé notað sem samheiti yfir Norðurlandamál.
18.10 Vocum Islandicarum et Norvegicarum voce et significatione congruentia.
AM 999 4'°. Eiginhandarrit.
Efni:
Norskt orðasafn (safnað úr talmáli) með íslenskum skýringum. Dálítið um framburð
og talsvert af þjóðfræðaefni.
18.11 Kennslukver í íslensku. Thott 482 8V0, eiginhandarrit, (sennilega) heilt og
fullgert. Konunglega bókasafnið f Kaupmannahöfn.
Efni:
Framburðarreglur, samstöfuskipting, áhersla, bönd í skrift, bragfræði (aðallega stuðla-
setning), nokkrar algengar setningar daglegs tals. Engin beygingafræði er f kverinu.
Sjá Jón Helgason. 1926. Jón Ólafsson frá Grunnavík. Safn fræðafélagsins V, bls.
137. Kaupmannahöfn.
18.11.1 Uppskrift í Thott 483 8V0. Fyrsta og aftasta bls. m.h. Jóns Ólafssonar en
annað ekki.
18.12 Staðanafnatal. AM 431 fol. Frumrit, brot.
Ófullgert uppkast, stafrófsröðin nær aðeins aftur í G. Aragrúi viðbóta frá efri ár-
um Jóns á spássíum og lausum miðum. Nokkur blöð úr ritinu eru í JS 124 fol.
Landsbókasafn.