Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 193
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925
191
2. Sams konar orðasafn, latneskt-íslenskt (lokið 1766 og þá var Contractismus
(sjá 18.28) kominn í spilið).
18.19 Tractatus de indagatione primitivorum. AM 982 410. Eiginhandarrit.
Efni:
Gotneskt orðasafn með löngum orðatíningi úr íslensku og latínu. Formáli um uppruna
íslensku; þar er íslenska ekki talin hafa órðið til við Babel heldur síðar, getin af
keltnesku og gnsku.
18.20 Æqvivocismus. AM 978 410. Eiginhandarrit.
Efni:
Samanburður íslenskra orða við dönsk. Ætlað Islendingum svo að þeir geti forðast
villur í þýðingum úr dönsku. Orðin eru talin í stafrófsröð og merkingarmunur skýrður
á latínu.
18.21 (Söfn nafnorða, lýsingarorða og sagna.) AM 984 410. Eiginhandarrit.
18.22 íslensk málfræði. Thott 1486. Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn.
Frumrit, 117 blöð, uppkast.
Efni:
1. Beyging kk. no., þrír aðalflokkar:
a. Orð sem enda á -a eða -i í nf. og -a í ef. (herra, krabbi).
b. Orð sem enda á -d (-<5), -n, -r, -s, -x í nf. og -s í ef.
c. Óregluleg orð úr báðum flokkum. Sérstakur kafli um víxl stofnsérhljóða í
beygingu.
2. Töluorð og beyging þeirra.
3. Fomöfn og beyging þeirra (nokkum veginn frágenginn kafli).
4. Sagnbeyging. So. flokkuð eftir endahljóði í l.p.et.nt. Annars er kaflinn sniðinn
eftir latneskri beygingafræði, t.d. er óskháttur tekinn sérstaklega fyrir.
5. Samtengingar, atviksorð, upphrópanir og forsetningar.
Sjá Jón Helgason. 1926. Jón Ólafsson frá Grunnavtk. Safn fræðafélagsins V, bls.
150-155. Kaupmannahöfn.
Fyrstu blöðin í þessu handriti em hreinritað upphaf á íslenskri málfrœði líkl. m.h.
séra Jóns Sigurðssonar (1702-1757) (sjá 23.1) og væntanlega eftir hann. Aftast em
orðaskrár (no. sem enda á -r, lo. sem enda á -a o.fl.), sömuleiðis m.h. sr. Jóns.
18.23 (Skýringar á nöfnum fornþjóða). AM 418 fol. Handrit á latínu. Eiginhand-
arrit.
Efni:
Formáli um erfiðleika við ömefnarannsóknir vegna máibreytinga.