Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 209
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925 207
41.2 Þáttur um stafsetníng. 2. Svar til Áma-bjamar. Fjölnir, 3. árg., bls. 5-18.
Efni:
Röksemdafærsla Áma-bjamar (sjá 42.1) gegn stafsetningu Fjölnismanna er hrakin,
en hami beitti m.a. þeim rökum aö Eggert Ólafsson og Rasmus Rask hefðu ekki
verið sammála nýjungum Fjölnismanna.
KG: „Enn so mikjils metum við eínskjis manns orð, að sannfæríng okkar og rök-
semdimar sem hún er sprottin af hljóti ekkji samt að vera f firirrúmi“ (bls. 6).
41.3 Um stafsetninguna á þessu ári Fjölnis. Fjölnir, 7. árg., bls. 1-3.
Efni:
Höfundur hverfur aftur að hefðbundinni stafsetningu þótt hann telji framburðarstaf-
setningu sína réttari (sjá 41.1).
KG: „Eptir þessu er ekki annar kostur fyrir höndum enn hverfa aptur á hina breiðu
slóð, eða rjettara að segja, á þá villustigu, er liggja í ótal króka, hver innan um annan,
eins og fjárgötur" (bls. 2).
41.4 Um frumparta íslenzkrar túngu í fornöld. Kaupmannahöfn. 242 bls.
Efni:
Hljóðfræði fommálsins. Raktir em langir kaflar af dæmum úr handritum og gerð
nákvæm grein fyrir þeim.
Kaflaskipting:
1. Stafir f prentuðum bókum og handritum. Bönd, skammstafanir, rúnir, tölustaf-
ir.
Um raddarstafi:
2. Einfaldir raddarstafir og tvíhljóðar (límingar og lausaklofar, þríhljóðar).
3. Grannir og breiðir hljóðstafir, ng.
4. Atkvæðismerki (broddar).
5. Hinir upphaflegustu hljóðstafir.
6. Klofníngar.
7.-8. Hljóðvarp.
9. Þrir flokkar hljóðstafa.
10.-25. Um einstök sérhljóð.
26. Um hljóðföll (þegar grannir hljóðstafir hverfa, fyrir aptan breiða).
Um samhljóðendur:
27. Tegundir samhljóðenda.
28.-44. Um einstaka samhljóðendur.
45.-47. Um tvöfalda samhljóðendur.
48. Um samkomur mismunandi sarr.hljóðenda.
Um víxlun á stöfum.
Um stafaskipti (og um ritvillur).
Um orða samruna (framburð og áherslu).