Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 220
218
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
sýndar mono, skolo, vesa (vera), sjá. Dæmi úr norskum og íslenskum skinnbókum
og nokkur umfjöllun um rithátt þeirra. Breyting er fyrst talin verða í l.p.et.nt. og þt.,
síðan í l.p.ft. og síðast í 2. og 3.p.ft.þt. Endingin -im er horfin úr bókum um 1500.
Endingin -i í 3.p.ft. hefur haldist lengi samhliða við hina nýju endingu -u.
1888- 53.18 Beyging sterkra sagnorða í íslenzku. Skýrsla Hins lœröa skóla í Reykjavík.
1894 Reykjavík, 12 + 576 bls.
Efni:
Beyging rúmlega 200 sagnorða f fomri og nýrri fslensku. Sögnunum er raðað í
stafrófsröð og kaflanum um hverja sögn er skipt í tvennt. í A. hluta er fomíslenska
(t.d. ek, aka, ökom, akem; ók, œka; ókom, œkem; ekenrí) og í B. hluta er nýíslenska
(ek, aki; ökum, ökum; ók, œki; ókum, œkjum; ekinrí).
Undirkaflar em um nútíð (fh. og vh.), boðhátt, nafnhátt, þátíð (fh. og vh.) og
hluttaksorð í bæði A. og B. hluta. Dæmi em heilar setningar, aðallega úr ritum
frá 13., 14. og síðari hluta 19. aldar. Listi yfir heimildarit er fremst f bókinni (6 bls.).
1888- 53.19 Supplement til islandske Ordböger ved Jón Thorkelsson. Tredje Samling.
1897 I—II Del. Reykjavfk, 2 bindi, xiii + (2) + 1992 + iv bls.
Efni:
íslenskt-danskt orðasafn. Mikið safn dæma úr bókum frá 19. öld og lokum 18. aldar.
Hugsað sem viðbót við orðabók Bjöms Halldórssonar (31.1).
Sjá Jakob Benediktsson. 1969. íslenzk orðabókarstörf á 19. öld. Andvari, bls. 96-108.
1892 53.20 Personalsuffixet -m i fprste Person Ental hos norske og islandske Old-
tidsdigtere. Arkivför nordisk filologi, bls. 34-51.
Efni:
Persónuendingin -m er venjulega aðeins nefnd í sögninni vera i íslensku, en höfundur
segir hana vera algenga f indógermönsku og þýskum mállýskum. Hann telur þvf
að hennar hljóti að finnast merki í fomíslensku og -norsku og telur hljóðvarp í
sagnmyndum eins og ek býð, býðk; ek rœð, rœðk styðja mál sitt. J.Þ. rekur dæmi
þar sem hann telur -m vera l.p. endingu, m.a. úr Hávamálum:
Rádomc þer, Loddfafnir!/en þv ráð nemir... (bls. 36).
í grand berum hjálms í hendi telur J.Þ. berum vera eintölumynd vegna þess að hönd
er í eintölu (bls. 40).
1894 53.21 Infinitiv styret af Præpositioner i Oldislandsk og Oldnorsk. Arkiv för
nordisk jilologi, bls. 192-196.
Efni:
J.Þ. rekur grein úr bók Lunds, Oldnordisk Ordföjningslœre, Kaupmannahöfn. 1862,
bls. 385, gr. 146, þar sem skrifað stendur að nafnháttur í fomíslensku og fomnorsku
standi (aðeins) með forsetningunum til og án. J.Þ. segir þetta rangt og fleiri for-
setningar geti tekið með sér nafnhátt (með at), eins og í nútímadönsku, sænsku og