Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 232
230
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
Efni:
Orðasafn með lesbók Valtýs, raðað eftir köfium þar.
1922 63.3 Islandsk Grammatik. Islandsk nutidssprog. Kaupmannahöfn.
Efni:
Hljóðfræði: Sérhljóð og samhljóð, klofning, hljóðvörp, tvíhljóðun og veiklun. Breyt-
ingar sem samhljóð undirgangast.
Beygingafræði: Sterk og veik beyging nafnorða, greinir, sterk og veik beyging lýs-
ingarorða. Atviksorð, töluorð, fomöfn og sagnir, sterkar og veikar, óreglulegar sagnir
og forsetningar. Aftast er orðaskrá.
Ritdómar:
Stefán Einarsson. 1926. Arkiv för nordisk filologi.
Jón Helgason. 1929. Arkivför nordisk filologi.
Útg.:
1981 Málvísindastofnun Háskóla íslands, Rit um íslenska málfræði 1. í formála
endurútgáfunnar segir Höskuldur Þráinsson að þessi bók sé líklega....besta
handbók sem enn hefur verið skrifuð um beygingafræði íslensks nútímamáls“.
Ennfremur segir Höskuldur að þar muni mestu um mikinn dæmafjölda og
ítarlega flokkun.
64. Jón Þórarinsson (1854-1926) og Jóhannes Sigfússon (1853-1930)
1888 64.1 Kennslubók í dönsku með orðasafni. Reykjavík.
M.a. efnis í bókinni er danskt-íslenskt orðasafn.
Útg:
1893 2. útg.
65. Páll Þorkelsson (1850-1936)
1888 65.1 Dictionnaire islandais-frangais. íslenzk orðabók með frakkneskum þýð-
ingum. Reykjavfk. 1. hluti, a-alblindur. 32 bls.
Efni:
íslensk-frönsk orðabók.
Dæmi: afskræma, va: I. 2: difformer, altérer la forme d’une chose, défigurer, rendre
difforme, gáter la figure de qch. Ritg. Alptn. 12.
1888 65.2 Svar upp á hin allrastœrstu axarsköpt Geirs T. Zoega í ritdómi hans (Isafold
um hiö I. hepti hinnar íslenzk-frönsku orðabókar Páls Þorkelssonar. Reykjavík. 8
bls.
Efni:
Greinin er svar við grein G.Z. um gagnrýni P.Þ. á ritdóm G.Z. um orðabók P.Þ.
á útmánuðum 1888. „Ritdómur GTZ er svo óvísindalegur sem frekast má vera af
ritdómi til“ ... „Eg vona fastlega að G.Z. svari mér enn á ný og sendi mér það af