Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 235
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925
233
1893 68.2 íslensk málsgreinafræöi. Reykjavík. 60 bls.
Efni:
í verkinu eru m.a. kaflar um aðalskiptingu málsgreinar, fylgiorð sagnar, hjásetning-
ar, frumlag, föll, frumlagslausar málsgreinar, nafnháttarmálsgreinar, sambönd máis-
greina, málsgreinaandstæður, orðskipun málsgreina og óbeina orðskipun. Einnig er
fjallað um lýsingarorð, fomöfn, greini, fmmlag og sögn og að lokum hætti og tíðir
sagna.
I formála bendir höfundur á að of lítil rækt hafi verið lögð við að gera nemendum
skýra grein fyrir orðskipun og málsgreinaskipun tungunnar. Höfundur bendir einnig
á að lítið þýði að ætla að klæða af sér Iýtin við greinasamningu með stafsetningunni
einni saman.
Góðar skýringar, mörg dæmi.
Fyrsta sjálfstæða íslenska setningafræðin. Aðalheimild er talin vera Norrœn orðskip-
unarfrœði eftir Lund.
Jakob Jóh. Smári (92.1) og Freysteinn Gunnarsson (100.1) nefna bókina í formálum
sinna bóka.
69. Sveinbjörn G. Sveinbjörnsson (1861-1924)
'894 69.1 spesimen isláde. la me:tr fonetik, bls. 97-100.
Efni:
Athugasemdir í 27 greinum um íslenskan framburð og hljóðritaður kafli:
-0m ’hljoö:ðretön
-0a -er ’pndarloxt -kfa marjar -arö ’hraídar -va ’hljou:ðretön, ...
70. Eiríkur Magnússon (1833-1913)
'895 70.1 Odin’s horse Yggdrasill. A paper read before the Cambridge Philological
Society, Jan. 24, 1894. London. 64 bls.
'895 70.2 Yggdrasill, Óöins hestr. Ritgerð lesin í málfræðingafélaginu í Cambridge 24.
jan. 1894. Aukin og breytt útg. Reykjavík. 64 bls.
'896 70.3 „Edda“ (its derivation and meaning). Sérpr. úr The Saga-book ofthe Viking
club. London. 23 bls.
70.4 Dyngja: or, Women’s Bower in the North. The Cambridge Antiquarian
^als Society's Communications, Vol. XI, bls. 480-493. Sérpr.
Efni:
Orðsifjar orðsins dyngja í íslensku. í niðurlagi segir höfundur að „dyngjuna" sé enn
að finna í eldhúsum á vissum stöðum á íslandi. Þessi „dyngja" sé notuð til þess að
geyma vetrarforða af eldiviði.