Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 238
236 Kristín Bjarnadóttir ofl.
75. Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson (1859-1929)
Sjá æviágrip:
Hannes Þorsteinsson. 1920. ÓÖinn XVI.
1898 75.1 Stafaeinföldunin og Réttritunarsamtökin. Þjóðólfur 2/9 og 16/9.
Efni:
Höfundur mótmælir þeirri reglu blaðamannastafsetningarinnar „að rita ávallt einfald-
an samhljóð á undan öðrum samhljóð f einni samstöfu".
1911 75.2 Álit um íslenskar málfræðisbækur í móðurtungu vorri, er út hafa komiö
á síðustu árum (1908-1911). Skólablaðið, 5. árg., bls. 118-123; 129-138; 145-149;
161-165; 177-180.
Efni:
Ritdómur um Móðurmálsbókina eftir Jón Ólafsson ritstjóra, íslenska rjettritun eftir
Finn Jónsson, Agrip (slenskrar málfrœði eftir Halldór Briem, 2. útg. og íslenska
málfræði eftir Jónas Jónasson. (Sjá 61.2, 59.15, 67.1 og 72.2).
1919 75.3 Vísindalega orðabókin. Lögrétta 22. janúar, 10 bls.
Efni:
Jóhannes telur uppástungu Alexanders Jóhannessonar um þrískiptingu orðabókarinn-
ar (og reyndar tungumálsins) í fomfslensku, miðíslensku og nýíslensku alveg fráleita.
Jóhannes segir ástæðumar liggja í fjölmörgu. f fyrsta lagi tali fslendingar einhverja
fegurstu tungu f Norðurálfu og þeir megi ekki glata henni í umróti hins umbreytta
þjóðlffs. í öðm lagi sé nauðsynlegt að íslendingum takist að telja útlendingum trú
um að þeir mæli á fræga fomtungu. íslendingar verði að forðast skiptingu máls-
ins til þess að útlendingar haldi ekki að fommálið sé útdautt. Ekkert þýði að miða
okkar orðabækur við t.d. þýskar, því enginn Þjóðverji skilji t.d. fomháþýsku eða
miðháþýsku án þess að hafa lært þessi mál sérstaklega.
1919 75.4 Aftur um íslenzku orðabókina. Lögrétta 12. febrúar.
Efni:
Jóhannes telur brýnt að fara eigi eftir þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi fyrir
orðabókargerðina. Annað myndi einungis valda mglingi og glundroða. Orðabókin á
að ná yfir allt málið, bæði að fomu og nýju.
1919 75.5 Oröabókin. Lögrétta. 30. apríl.
Efni:
Svar við grein Finns Jónssonar frá 2. apr. (sjá 59.25). Jóhannes telur að Finnur vaði
reyk og misskilji sig herfilega. Hann ýjar að því að sem fræðimaður sé Finnur ekki
sérlega vel metinn af öðmm fræðimönnum. Þessi umræða er farin að snúast upp í
persónulegt hnútukast milli Jóhannesar og Finns. Jóhannes ræðir enn um þrískipt-
ingu tungunnar og segir hana enn fáránlega. Um þessa skiptingarumræðu segir hann