Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 240
238
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
77. Jón Jónasson (1876-1914)
1914 77.1 Leiðréttingar nokkurra mállýta. Reykjavík. 45 bls.
Efni:
f kverinu eru orð sem nota mætti f stað ‘orðskrípa’ og slettna sem hafa greinilega
tíðkast á þeim tfma.
Dæmi: absolútt: skilyrðislaust, afpassa: mæla, máta við, betala: gjalda, greiða.
í formála segir höfundur m.a.:
„Lengi mætti halda áfram, ef semja ætti skrá yfir öll þau orðskrípi og dönskuslettur,
sem þeir nota, er kærulausir eru um móðurmál sitt, eða svo heimskir og hégómlegir,
að þeim þykir fremd að því að tala öðruvísi en aðrir.“
Valgerður Jensdóttir, kona Jóns, skrifar eftirmála til lesandans.
78. Guðmundur Björnsson (1864-1937)
1908 78.1 Móðurmálið. (Talað til stúdenta á fundi 21. des. 1907.) Skírnir 82:19-25.
Efni:
Hörð málvöndunarádrepa. Höfundur vill að stofnað sé félag „málvamarmanna".
„Þetta blendingsmál kaupstaðanna stikar skessuskrefin yfir bygð manna. Eftir fáar
aldir verður það komið innst inn í afdali, bygðina á enda, þjóðina á enda. Þá mun
hún dauð, þessi fagra tunga feðra vorra, hún, sem er móðir allra norrænna mála og
fegurst þeirra allra; þá munu niðjar okkar tala og rita eitthvert hrognamál, eitthvað
á borð við Færeyjamálið“ (bls. 21).
1912 78.2 Rangritunarheimska og framburðarforsmán. Skólablaðið, bls. 147-151.
Efni:
Höfundur fylgir framburðarstafsetningu en vill að framburði verði breytt til samræmis
við stafsetningu en ekki öfugt (!).
1. Framburður málsins hefur ófríkkað og er einlægt að versna.
2. Við eigum að velja smekkvísa og málfróða menn til að semja framburðarreglur,
er lagi sig eftir nútíðarrithætti (uppruna) þar sem gerlegt þikir og til fegurðar
horfir (bls. 151).
1913 78.3 Hljómbætur. Skólablaðið, bls. 181-186.
Efni:
„fslenskan hefur ófríkkað að miklum mun, og það er allt af því, að íms algengustu,
hljoðin hafa harðnað og lokast“ (bls. 181).
Dæmi: fl, fn —» bl, bn
hv —» kv
11 -> dl o.fl.