Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 241
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925
239
„Á undan e, i, í, ei og æ hefur g (hart g) orðið að gj sem er miklu lokaðra og ljótara
hljóð en sjálft g-hljóðið“ (bls. 182).
79. Guðmundur Þorláksson (1852-1910)
79.1 Griplur íslenzkra málmynda eftir Guðmund Þorláksson. Handrit. Amtsbóka-
safnið á Akureyri. 172 bls. (Aftan við er bundin þýðing Jónasar Jónassonar á íslenzkri
málfrœði eftir Finn Jónsson.)
Efni:
Kennslubók í íslenskri málfræði. Hljóðfræði, beygingafræði, orðmyndun, rúnir, skýr-
ing nokkurra nýyrða. Efnistök eru með hefðbundnum hætti en málfræðiheiti eru
eftirtektarverð, t.d.:
verkyn, vífkyn og kynlausa f. kk., kvk., hk.;
hniglausa, frumhnig, fráhnig og aðhnig f. nf., þf., þgf., ef.;
verðandi, urður og skuld f. tíðir sagna;
bætlur, beyglur og bœtibeyglur f. veikar, sterkar og núþálegar sagnir.
79.2 Frumlög íslenzkra orðamynda. Handrit. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 234
bls.
Efni:
Kennslubók í íslenskri málfræði, efnislega svipuð Griplum íslenzkra málmynda
(79.1), en málfræðiheiti eru nokkuð frábrugðin.
80. Magnús Helgason (1857-1940)
80.1 Tala flutt á skemtisamkomu Flensborgarskólanemenda 7. mars 1908. Prentuð f
Fjallkonunni, Hafnarfirði. (Á bókaskrá Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.)
81. Adam Þorgrímsson (1879-1924)
81.1 Y og z. Safn þeirra orða í íslenzku, sem rituö eru með y, ý, ey og z.
Akureyri. 62 bls. (Á bókaskrá Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.)
82. Friðrik Hjartar (1888-1954)
82.1 Um réttritun. Skólablaðið, bls. 161-163.
Efni:
Höfundur tekur upp dæmi úr stafsetningarorðabókum Bjöms Jónssonar (sjá 74.5) og
Finns Jónssonar (sjá 59.15) þar sem rithætti ber ekki saman. Vill að fyrirskipuð verði
samræmd skólastafsetning.