Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 247
Skrá wn íslensk málfræðirit til 1925
245
98. Siguröur Kristófer Pétursson (1882-1925)
1924 98.1 Hrynjandi íslenskrar tungu (drög). Reykjavík.
Efni:
Verkið skiptist í tíu aðalkafla fyrir utan forspjall og kafla um tildrög og tilgang.
Kaflamir eru þessir:
1. Liðir; einliðir, tvfliðir, þríliðir.
2. Hendingaskil; aðal- og aukasetningar (flestar tegundir aukasetninga), ávarp,
, hendingarof, stuðlabrot.
3. Kveður; m.a. rómöldur, rómhæð orða, efnisáherslur.
4. Hendingar; m.a. tvfliðuætt, eindynuætt, tvídynuætt, ferdynuætt.
5. Kafli með dæmum úr verkum einstakra höfunda.
6. Stuðlaföll; flestar tegundir stuðla, rekstuðull, gnýstuðull, aðalstuðlanir.
7. Stuðlaföll í fomum lögum.
8. Stuðlaföll í fomum sögum.
9. Stuðlaföll í þjóðsögum.
10. Stuðlaföll í nýjum ritum.
Aftast er atriðisorðaskrá.
Tilgangur ritsins er þrenns konar (sjá formála):
1. Að sýna að íslendingasögur og önnur rit úr fomöld beri vitni um enn meira
listfengi en menn hefur áður grunað.
2. Að benda á notagildi hrynjandi við rannsóknir á fomum ritum.
3. Að benda á leið sem liggi til málfarslegra úrbóta.
Ritdómur:
Jóhannes L.L. Jóhannsson. 1924. Vöröur. Sérpr. (75.10).
99. Björn Karel Þórólfsson (1892-1972)
1925 99.1 Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr forn-
málinu. Með viöauka um nýjungar í orömyndun á 16. öld og síöar. Reykjavík.
Efni:
í formála segir að bókinni sé aðallega ætlað að „... gera grein fyrir breytingum
á orðmyndum tungu vorrar frá lokum fomaldar". í 34 síðna inngangi er að finna
töluverðan fróðleik um breytingar á framburði íslenskrar tungu frá 1300.
1. Sérhljóðsstofnar nafnorða (a, ö, i og u)
2. Samhljóðsstofnar (n, r, nd)
3. Lýsingarorð (sterk og'veik, stigbreyting)
4. Töluorð
5. Fomöfn
6. Helstu breytingar í sögnum
7. Atviksorð, stýriorð, tengingar og neitunarorð
í viðauka em nýjungar í orðmyndum frá 16. öld og síðar. Röð orðflokka er hin sama
og í meginhluta bókarinnar.