Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 14
12
Jóhannes Gísli Jónsson
Þeir sem hafa fjallað um aukafallsfrumlög í íslensku á liðnum árum
hafa einkum beint sjónum sínum að setningafræðilegum atriðum.2 í
þessari grein verður hins vegar fyrst og fremst fjallað um merkingu
þeirra sagna sem taka með sér aukafallsfrumlag í íslensku. Tilgangur
greinarinnar er að varpa ljósi á tengsl frumlagsfalls og merkingar í ís-
lensku. Það er ekki nýtt að fræðimenn fjalli um tengsl merkingar og
fallmörkunar í íslensku (sjá t.d. Maling, Zaenen & Thráinsson 1985
og Yip, Maling & Jackendoff 1987) en þetta hefur aldrei verið athug-
að vandlega hvað varðar aukafallsfrumlög þótt víða megi finna megi
gagnlegar ábendingar, t. d. hjá Levin og Simpson (1981), Helga Bem-
ódussyni (1982:28^-8) og Andrews (1982).
Umfjöllunin hér á eftir er byggð á ýtarlegum listum sem ég hef tek-
ið saman yfir sagnir, lýsingarorð og ýmiss konar orðasambönd sem
taka með sér aukafallsfrumlag í íslensku.3 Ekki verður þó fjallað um
lýsingarorð hér og sögnum með eignarfallsfrumlagi er sleppt enda eru
þær sárafáar.4 Hér verða teknar fyrir sagnir og föst orðasambönd með
frumlagi í þolfalli eða þágufalli, hvort sem aukafallsliðurinn er
skyldubundinn eða valfrjáls (sbr. Henni þykir þetta gott vs. Þetta þyk-
ir gott). Sagnir sem geta tekið með sér aukafallsfrumlag verða hér eft-
ir nefndar aukafallssagnir. Til frekari aðgreiningar verða sagnir sem
taka með sér frumlag í þolfalli kallaðar þolfallssagnir og sagnir sem
taka með sér frumlag í þágufalli nefndar þágufallssagnir. Sagnir með
nefnifallsfrumlagi eru svo nefndar nefnifallssagnir. Auk þessa er til
hægðarauka vísað til ýmissa merkingarflokka sagna sem ekki eru skil-
greindir nákvæmlega þar sem nöfn þeirra ættu í flestum tilvikum að
gefa nægilega vísbendingu um það við hvað er átt. Þar er m. a. stuðst
við flokkun Levin (1993, sbr. líka Kristínu M. Jóhannsdóttur 1996) og
2 Sjá t. d. Cowper (1988), Kjartan G. Ottósson (1989), Halldór Ármann Sigurðs-
son (1990-91, 1991, 1992a, 1992b, 1993, 1994 og 1996), Freidin & Sprouse (1991),
VanValin (1991), Harbert & Toribio (1993), Masullo (1993), Schiitze (1993, 1997),
Harley (1995), Holmberg & Platzack (1995) og Jóhannes Gísla Jónsson (1996).
3 Það skal þó tekið fram að þolmyndarsagnir eru ekki til umfjöllunar hér. Þær full-
yrðingar sem hér koma fram um aukafallsfrumlög miðast því aðeins við germynd og
miðmynd.
4 Þær sagnir sem taka með sér eignarfallsfrumlag í íslensku og mér er kunnugt um
eru: bíða, geta, gœta, kenna, missa við, njóta (við) og þurfa.