Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 26
24
Jóhannes Gísli Jónsson
Aukafallsfrumlag er reyndar aldrei gerandi jafnvel þótt þetta hugtak sé
skilgreint mjög vítt. í víðum skilningi getur gerandi verið lifandi vera
sem vinnur verkið óviljandi (sjá (42a)), tæki (sbr. (42b)) eða náttúruafl
(sjá (42c)), svo framarlega sem frumlagið hefur einhver áhrif á and-
lagið (sjá t. d. Cruse 1973; DeLancey 1984, 1985; Kjartan G. Ottósson
1988 og Schlesinger 1989). Um síðamefndu hlutverkin eru þó oft
höfð orð eins og tæki (e. instrument, sjá t.d. Fillmore 1968) eða nátt-
úruafl (e.force:):
(42) a. Jón eyðilagði stólinn óviljandi.
b. Hamarinn braut rúðuna.
c. Vindurinn feykti laufblöðunum.
í dæmum sem þessum er frumlagið ávallt í nefnifalli. Það er t. d. ekki
til nein sögn í málinu sem tekur nefnifallsfrumlag ef frumlagið hefur
vald á atburðinum sem sögnin lýsir en þágufallsfrumlag ef svo er ekki.
Það eru m. ö. o. engin pör eins og Sveinn x-aði það viljandi vs. Sveini
x-aði það óviljandi (þar sem x er einhver sögn) enda má segja að
frumlagið sé gerandi lfka í seinna tilvikinu.
í þessu sambandi er fróðlegt að líta á sagnir sem tákna að koma
einhverjum í tiltekið hugarástand (t. d. blíðka, espa, gleðja, hneyksla,
hryggja, kceta, móðga, róa, storka og stríða). Allar slíkar sagnir hafa
nefnifallsfrumlag í íslensku jafnvel þótt frumlag margra þeirra geti
verið dauður hlutur (Þessi mynd hneykslaði margd) eða óhlutstætt
fyrirbæri {Þessi frétt gladdi mig). Frumlagið gæti þó talist gerandi í
þessum tilvikum og þess vegna er aukafall útilokað.
Annað dæmi eru svonefndar hikstasagnir (t. d. geispa, hiksta,
hnerra, hrjóta, roðna, ropa og stynja) eða sagnir sem tákna tjáningu án
orða (t.d. andvarpa, brosa,flissa, glotta, gráta og hlæja). Frumlag þess-
ara sagna er alltaf í nefnifalli jafnvel þótt það sé ekki gerandi í strang-
asta skilningi því sagnimar lýsa athöfnum sem oft em ósjálfráðar.
2.2.2 Frumlagið er þolandi
Aukafallsfmmlag er sjaldan þolandi og aukafallsfrumlag með þetta
merkingarhlutverk hefur tilhneigingu til að fá nefnifall. Þetta kemur
m. a. fram hjá sögnunum lœgja, daga uppi og lykta, sem annars taka
með sér frumlag í þolfalli eða þágufalli: