Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 280
278
Ritfregnir
1990, fjallar á mjög skipulegan og ítarlegan hátt um fjölda dæma úr germönskum mál-
um. Dæmin eru yfirleitt mjög vel frágengin og traustvekjandi. Meðal þeirra eru dæmi
úr færeysku sem Vikner safnaði að hluta til sjálfur með hjálp færeyskra heimildar-
manna. Bókin fjallar líka á ítarlegan, skipulegan og gagnrýninn hátt um fyrri kenning-
ar fræðimanna um meginviðfangsefnin, en þar er annars vegar um að ræða marg-
nefnda sagnfærslu (sbr. grein Vikners í þessu hefd Islensks máls) og hins vegar eðli
og gerð gervifrumlags eða lepps (e. expletive) og leppsetninga í germönskum málum.
Vegna þessa er bók Vikners ákaflega gagnleg og til hennar mun verða vitnað um
ókomin ár. Hins vegar er tæplega hægt að segja að kenningar hans sjálfs um efnið séu
mjög róttækar.
Bók Holmbergs og Platzacks (H&P) er á ýmsan hátt algjör andstæða bókar
Vikners. Þar er mun minni áhersla lögð á skipulega framsetningu fjölda dæma, auk
þess sem svo slysalega hefur tekist til að í þeim eru fjölmargar villur sem að hluta til
stafa af mistökum við setningu bókarinnar. (Þessar slysavillur eru flestar leiðréttar í
villulista sem er límdur innan á kápu bókarinnar.) Bókin gerir grein fyrir ýmsum al-
mennum kenningum sem setningafræðingar hafa sett fram á undanfömum ámm eða
áratugum en hún ver ekki miklu rými í að rekja einstakar kenningar fræðimanna um
það svið norrænnar setningafræði sem hún fjallar um, enda er það býsna vítt og miklu
víðara en Vikner fæst við í sinni bók. Þannig víkja H&P til dæmis að almennum hug-
myndum um setningagerð, eðli persónubeygingar og samræmis framlags og sagnar,
kjarnafærslu í aukasetningum, orðaröð í aukasetningum, langdrægri afturbeygingu,
ósýnilegum (eða ósögðum) frumlögum, andlagsfærslu og formgerðum með tvöföldu
andlagi. Eins og kunnugt er má finna ýmiss konar mun á norrænum málum að því er
varðar sum þessara atriða og meginkenning þeirra H&P gengur út á það að sá munur
tengist að veralegu leyti þeim mun sem fram kemur í beygingakerfi þessara mála, svo
sem fallbeygingu nafnorða og persónu- og tölubeygingu sagna og því hvemig þessi
atriði tengjast setningagerð. Þótt þetta sé að hluta til svipuð atriði og Vikner fjallar um,
er umfjöllun þeirra H&P mun rneira abstrakt og kenningar þeirra gjama djarfari. Þetta
verður stundum á kostnað nákvæmninnar. Vegna þessa má segja að bók þeirra H&P
hafi kannski sætt meiri fræðilegum tíðindum þegar hún kom út en bók Vikners (að
vísu voru þeir H&P búnir að fjalla um margt af því sem rakið er í bókinni í fyrirlestr-
um og greinum, bæði saman og sitt í hvora lagi). Hins vegar er lfklegt að bók H&P eld-
ist verr, eða endist verr, en bók Vikners því róttækar fræðikenningar af því tagi sem H&P
leggja mesta áherslu á hafa tilhneigingu til að gleymast og falla úr tísku en traust,
skipuleg og fræðilega áhugaverð framsetning dæma af því tagi sem Vikner má teljast
sérfræðingur í (ef ekki heimsmeistari) mun standast tímans tönn.
Nokkur ráðstefnurit þar sem íslensk málfræði kemur við sögu
Verb Movement. Ritstjórar David Lightfoot og Norbert Hornstein. Cambridge Uni-
versity Press, Cambridge, 1994.
Nordiske studier i leksikografi 3. Ritstjórar Asta Svavarsdóttir, Guðrún Kvaran og Jón
Hilmar Jónsson. Nordisk forening for leksikografi, Reykjavfk, 1995.