Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 264
262
Ritdómar
Þegar hér er komið sögu verður lesanda óhjákvæmilega hugsað til elstu heimildar
á íslensku um papa. I Islendingabók Ara fróða Þorgilssonar, sem er talin rituð um
1130, standa þessi frægu orð (ÍF 1 1968:5):
I þann tíð vas Island viði vaxit á miðli fjalls ok fjgru. Þá voru hér menn kristn-
ir, þeir es Norðmenn kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu
eigi vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir bœkur írskar ok bjgllur ok bagla;
af því mátti skilja, at þeir váru menn írskir.
Frásögn Ara hefur verið borin saman við kafla í latínuritinu De mensura orbis terrae
‘Um mælingu heimskringlunnar’ eftir írskan (eða skoskan) menntamann, Dicuil að
nafni, sem var uppi á 9. öld og var um tíma kennari við frönsku hirðina. Fræg er lýs-
ing Diculis á óbyggðri eyju í norðri, Thule, sem hann hefur annars vegar eftir fyrri
tíma höfundum og hins vegar eftir klerkum sem höfðu dvalist þar um hríð. Klerkam-
ir sögðu frá því að á eyju þessari væri svo bjart á nóttum um sumarsólhvörf að jafn-
vel væri hægt að tína lýs úr skyrtu sinni eins og í sólskini. Oftast er talið að þessar frá-
sagnir séu sjálfstæðar og óháðar heimildir. Helgi Guðmundsson vísar því aftur á móti
á bug og fjallar um þetta efni á mjög gagnrýninn hátt (bls. 92-100). Hann staðhæfir
að klausan um papa í Islendingabók sé tilbúningur, soðinn saman upp úr papaömefn-
um og riti Dicuils sem Ari hafi þekkt, eins og sjá megi sjá af því að Ari, sem annars
notar lýsingarorðið norrœnn, bregður fyrir sig orðinu Norðmenn á þessum eina stað í
Islendingabók. Það á að minna á lýsingu Dicuils á eyjunum norðan Bretlands þegar
hann segir að þar séu nú af völdum ruplandi Norðmanna engir einsetumunkar lengur
(„nunc causa latronum Normannomm uacuae anchoritis", sbr. bls. 99). Samkvæmt
því var Ari ekki eins óljúgfróður og heimildarkona hans, Þuríður Snorradóttir. Enn-
fremur er því haldið fram að aðrir fornir höfundar sem fjalla um papa — Landnámu-
höfundar, norskir sagnaritarar — hafi gengið í smiðju Ara, og þar með sé ritið ‘Um
mælingu heimskringlunnar’ upprunalega heimildin um papa á Islandi og Islendinga-
bók eina sjálfstæða norræna heimildin. Hvað lýsingu Dicuils á Thule áhrærir segir
Helgi Guðmundsson að þar bendi ekkert svo öruggt sé til íslands heldur geti hún allt
eins átt við Færeyjar eða einhverjar syðri eyjar — „og er það sennilcgra" (bls. 98). Því
sé ekki hægt að nota Dicuil sem heimild um að papar hafi komist til íslands.
Er nú fokið í flest skjól fyrir papa — eða hvað? Enda þótt umfjöllunin um papaör-
nefnin sé býsna sannfærandi verður það sama ekki sagt um tilraun höfundar til hrein-
sa landið algerlega af írskum einsetumunkum eða þá hugmynd að Ari hafi numið
fræði sín af Dicuil. Að sönnu er notkunin á orðinu Norðmenn á þessum eina stað í Is-
lendingabók athyglisverð. Þetta eina atriði nægir samt ekki til að færa sönnur á að
Norðmenn sé þýðing á Normanni hjá Dicuil, sem raunar er hér ekki að segja frá Thule
heldur eyjum norðan Bretlands sem sennilega eru Færeyjar. Frásagnimar eru að öðru
leyti ólíkar og Norðmenn er algengt annars staðar í merkingunni ‘norrænir menn’
(Fritzner 1973: [2. bindi]: 831-832). Niðurstaðan er að Thule-lýsing Dicuils getur átt
við ísland.
Til að gera ofangreinda frásögn í Islendingabók enn tortryggilegri er fullyrt að Ari
hafi ekkert getað vitað um álit papa á sambýli við norræna menn (bls. 99). Hér sem