Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 195
Ske
193
(10)
3. p. et
3. p. ft.
nh. (að) ske lh. þt. a. kk. skeður, kv. skeð, hk. skeð
b. kk. skenn, kv. sken, hk. skeð
c. kk./kvk. skeð(i)n-
nt.
fh. (eitthvað) sker, skeður
vh. (að eitthvað) ske(i)
fh. (atburðir) ske
vh. (að atburðir) ske(i)
þt.
(eitthvað) skeði
(þótt eitthvað) skeði
(atburðir) skeðu
(þótt atburðir) skeðu
í vh. nt. í eintölu og fleirtölu hef ég ekki fundið örugg dæmi um
myndina skei. í NtOG (Post. 4,30) má lesa: suo at þar skiee teikn, og
kann að vera að skee standi þar fyrir skei (í et. eða ft.) en í nýrri útg.
(1988) er orðið stafsett ske (svo að þar ske teikn, bls. 243). Dæmi um
nokkuð öruggan vh. nt. et. ske má t.d. sjá í GBibl (II. Kron. 23,11):
Kongenn skie Lucka.
3.3.1 Nafnháttur: ske, *skea, *skjá
Mynd nafnháttar er eitt af því sem talið hefur verið sögninni til hnjóðs
(sbr. Árna Böðvarsson 1992:121). í því sambandi gæti verið fróðlegt
að huga að því hvort, og þá hvernig, sögnin hefði getað uppfyllt betur
„íslensk mállög“ að því er nafnháttarmynd hennar varðar.
Jón Þorkelsson rektor kallaði á sínum tíma ske ‘afbrigðilega mynd’
(„anomal form“) fyrir skea, skjá í Supplement til islandske ordbpger
(1899:133). Engin dæmi mér kunn eru um þessar orðmyndir. Margt
bendir þó til þess að nafnháttarmynd sagnarinnar hefði átt að geta orð-
ið *skea. íslenskar hljóðskipunarreglur virðast reyndar tregar til að
leyfa óþanin (eða ,,grönn“) sérhljóð í stofni næst á undan endingarsér-
hljóði, t. d. -ea, -ia, -oa, -ua, -öa. Þó eru dæmi um -ea í nútímamáli í
fáeinum nöfnum af erlendum uppruna, t. d. Akkea, Andrea, Kórea,
Lea. Ef orð stafsett með „é“ eru talin með, bætast við þennan lista
dæmi um ef. ft. af orðum eins og hléa (af hlé), téa (af té, t. d. sem pípu-
lagningaefni), véa (af vé), auk ef. ft. af ýmsum bókstafsheitum: vegna
allra þessara béa, séa, déa, éa, géa og péa. Síðast en ekki síst skal
bent á sögnina spéa í miðmálinu (15.-16. öld), sem dregin er af töku-