Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 265
Ritdómar
263
oftar lætur höfundur undir höfuð leggjast að gera grein fyrir afdráttarlausri skoðun
sinni; hún er sett fram með óbeinum hætti seint og um síðir, í inngangi að tíunda kafla,
þar sem Arni Magnússon er kallaður til vitnis um að „um forna tíma hafi menn vitað
næsta lítið" (bls. 319 með nmgr. 1). Þess má raunar geta að höfúndur er ekki alltaf
sjálfúm sér samkvæmur í vantrú sinni á munnlega geymd tiltekinnar vitneskju því að
hann virðist sjálfúr gera ráð fyrir slíku annars staðar (bls. 42). Það sem óvilhallan les-
anda fysir að vita er einfaldlega þetta: Af hvetju hefðu sagnir um veru papa hér á landi
um miðja 9. öld ekki átt að geta varðveist í munnmælum nokkrar kynslóðir þó svo að
Ari, sem var uppi rúmum tveim öldum síðar (1067-1148), kunni að hafa getið í eyð-
urnar um ástæðurnar fyrir brottfor þeirra? Allt um það; aðalatriðið í þessu sambandi
er að hvort sem papar voru hér á landi eða ekki höfðu þeir engin áhrif á íslenska tungu
og menningu til forna, eins og oftsinnis hefúr verið bent á (t. d. Halldór Laxness
1969:123-142; sbr. Sigurður Líndal 1998:8) — enda þótt þeir gangi ljósum logum á
okkar dögum í hljómsveitum, leikritum og kvikmyndum. Vestræn einkenni í tökuorð-
um, nölnum og örnefnum virðist, eins og höfundur gerir prýðilega grein fyrir, fyrst og
fremst mega rekja til norrænna manna sem komu til íslands vestan um haf; þeir eru
hinir raunverulegu Vestmenn (sjá einnig Fellows-Jensen 199:119).
7. Lokaorð
Sú mynd sem Helgi Guðmundsson dregur upp af íslandi sem miðstöð fremur en enda-
stöð lýsir mikilli hugkvæmni og dirfsku. Á hinn bóginn skortir talsvert á að höfundi
takist að tengja saman einstaka þætti þessarar glæstu heildarmyndar og þar af leiðandi
verður ritið sundurleitt að byggingu. Ritstíll höfundar á hér einnig nokkra sök. Að
sönnu er stíllinn öllu jöfnu læsilegur og vafningalaus en stundum svo knappur að hann
höktir. Það kemur til dæmis fram í óhóflegri notkun á orðalagi eins og „þá er að líta
á“, „þá má athuga", „það minnir á annað“. Bókin er ærið umfangsmikil þótt því sé að
nokkru leyti leynt með smáu letri og þjöppuðu umbroti. I raun og veru er efnið svo
viðamikið að það hefði dugað í tvær eða fleiri bækur. Umfram allt er greinileg gjá á
milli sjöunda kafla og þriggja síðustu kaflanna. Vestræn áhrif sem fjallað er um í
fyrstu sjö köflunum hefði þannig getað verið sérstakt rit, og áttundi kafli sem fjallar
um orkneysk og íslensk fomrit á hvorki meira né minna en 95 blaðsíðum hefði sómt
sér vel sem sjálfstæð „mónógrafía". Helgi Guðmundsson liggur ekki á liði sínu í leit
að höfundum fomrita. Hann finnur höfund Orkneyinga sögu í Páli Jónssyni Skálholts-
biskupi (bls. 234 o. áfr.) og aðalheimildarmann hans í Bjama Kolbeinssyni Orkneyja-
biskupi (bls. 246). Ennfremur leiðir hann getum að því að höfundur viðauka við frá-
sögnina af Eyjajörlum í Flateyjarbók sé sjálfur Snorri Sturluson (bls. 280, 320). Allir
era meistaramir vel að þessum heiðri komnir enda félagsskapurinn ekki amalegur.
Aðrar tilgátur um höfund Orkneyinga sögu er meðal annars að finna hjá Einari Ol.
Sveinssyni (1937:36-39), Finnboga Guðmundssyni (í ÍF 34 1965:xc-cviii; sjá einnig
Finnboga Guðmundsson 1993, sem ekki er vísað til) og Hermanni Pálssyni
(1970:21-31). Enginn vafi er á því að athuganir Helga Guðmundssonar era veiga-