Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 230
228 Flugur
runa nafnsins. Þess vegna er rétt að kanna málið fyrst í ljósi sögunn-
ar.2
Nöfn eins og t. d. Auður, Hildur, Heiður, JJnnur, Hrafnhildur, Arn-
heiður, Sigþrúður, Þorgerður, Þórgunnur og mörg fleiri fá -i í þolfalli
og þágufalli. Mér er ekki kunnugt um að neinn ágreiningur sé um það
eða mismunandi málvenjur uppi. A elsta stigi íslensku endaði nefni-
fallið á -r en ekki -ur, þ. e. það var þá Auði; Hildr o. s. frv. Þetta -u-
bættist síðar við nefnifallsendinguna, líkt og í mörgum karlkynsorð-
um. Þannig höfum við nú bæði Hildur og Haraldur fyrir eldra Hildr
og Haraldr. í raun tilheyra nöfn eins og Vigdís, Þórdís, Þórunn, Sæ-
unn o.fl. þessum sama hópi. Þar hefur nefnifallsendingin -r hins veg-
ar snemma (fyrir tíma íslenskunnar) samlagast lokasamhljóðinu og
síðan orðið stytting, þ. e. annars vegar -sr > -ss > -s og hins vegar -nr
> -nn > -n. Þróunin hefði þá átt að vera á þessa leið (ef við leyfum
okkur að einfalda málið og nota nútímastafsetningu að hluta): *Vig-
dísr > *Vigdíss > Vigdís, *Þórunnr > *Þórunnn > Þórunn (sbr. hins
vegar Unnr > Unnur með n-innskoti). Nafnið Ýr hafði líka þessa -r-
endingu í elsta máli, Ý rr, en þar hefur líka orðið stytting. Vegna þessa
hefur verið mælt með því að það nafn fái -i í þolfalli og þágufalli eins
og önnur orð í þessum hópi.
Málið er hins vegar talsvert flóknara en þetta. Sú forna beyging
sem hér hefur verið lýst er beyging svokallaðra iö-stofna. Helsta ein-
kenni þeirra er að í eintölu enda þolfall og þágufall á -i, eins og hér
hefur verið sýnt. Fleirtalan endar á -ar eins og ljóst verður ef litið er á
samnöfn af þessum flokki, t.d. heiðr ‘heiði’, þf. og þgf. heiði, ft. heið-
ar. En hvað þá með samnafnið dísl Beygðist það eins og sérnöfnin
Vigdís og Þórdís t.d.? Nei, það gerði það reyndar ekki. Það beygðist
nefnilega oft í fornu máli skv. beygingu svokallaðra /-stofna og var þá
endingarlaust í þolfalli og þágufalli: dís, um dís, frá dís, ft. dísir.
Þetta er einn þáttur vandans: Sérnöfn og samnöfn sem runnin eru
af sömu rót hafa ekki alltaf þróast á sama hátt. I sumum samnöfnum
þessarar gerðar hefur það gerst að nefnifallið hefur fengið sömu end-
2 Tekið skal fram að ég hef ekki kannað greinar Gísla Jónssonar um íslenskt mál
í Morgunblaðinu. í atriðisorðaskrá við afmælisrit Gísla, íslenskt mál (1996), er nafn-
ið Mist ekki að finna.