Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 286
284
Ritfregnir
han van der Auwera: Yiddish; Silke Van Ness: Pennsylvania German; Georges De
Schutter: Dutch; Bruce Donaldson: Afrikaans; Jarich Hoekstra & Peter Meijes
Tiersma: Frisian; Ekkehard König: English: Suzanne Romaine: Germanic Creoles. Af
þessu má sjá að hér er um mjög ítarlegt yfirlit að ræða og það fjallar bæði um nútíma-
málin og eldri málstig. Skipulag kaflanna er næsta einsleitt og það auðveldar saman-
burð.
í bókinni Minimal Ideas er að ftnna safn greina um ýmsa þætti svokallaðrar naum-
hyggjumálfræði, en svo hefur nýjasta afbrigðið af málfræðikenningum Chomskys
verið nefnt á íslensku (e. minimalism, Minimalist Framework). Greinamar koma úr
tveim áttum. Annar hlutinn á rót sína að rekja til háskólans í Groningen í Hollandi en
hinn til Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Ritstjóramir komu líka úr þessum tveim átt-
um, þeir Abraham og Zwart frá Groningen og Epstein og Höskuldur frá Harvard.
Markmið greinanna er að útfæra nánar og kanna ýmsa þætti naumhyggjumálfræðinn-
ar. í ítarlegum inngangi gera þeir Epstein, Höskuldur og Zwart grein fyrir grundvallar-
hugmyndum naumhyggjunnar en síðan er fjallað um ýmsar naumhyggjuhugmyndir í
ellefu greinum. Allmargir af höfundum þessara greina notfæra sér íslenskt efni í rök-
semdafærslu sinni, svo sem Scott Ferguson í greininni „Shortest Move and Object
Case Checking"; Erich Groat & John O’Neil í greininni „Spell-Out at the LF-
lnterface“; Dianne Jonas í greininni Clause Stmcture, Expletives and Verb Move-
ment“; Geoffrey Poole í greininni „Optional Movement in the Minimalist Program";
Höskuldur Þráinsson í greininni „On the (Non-)Universality of Functional
Categories"; C. Jan-Wouter Zwart í greininni „„Shortest Move“ versus „Fewest
Steps““. Aðrir höfundar efnis eru Marcel den Dikken, Liliane Haegeman, Hisatsugu
Kitahara, Jaume Solá, og Guido Vanden Wyngaerd.
Á útmánuðum 1995 stóð Islenska málfræðifélagið að fyrirlestraröð um íslenska
málfræði í samvinnu við Ríkisútvarpið. Þar flutti Margrét Jónsdóttir inngangsfyrir-
lestur um málfræðiiðkun á íslandi, Guðrún Þórhallsdóttir sagði frá forsögu íslensks
máls, Guðrún Kvaran ræddi um þætti úr sögu orðaforðans, Jón G. Friðjónsson talaði
um orðtök og orðatiltæki, Svavar Sigmundsson ræddi um nafnfræði, Kristján Árnason
talaði um samhengið í íslenskri málþróun, Ásta Svavarsdóttir og Þóra Björk Hjartar-
dóttir töluðu um breytileika í máli, og loks fjallaði Ari Páll Kristinsson um hagnýta
málfræði. íslenska málfræðifélagið gaf þessa fyrirlestra út í bók með heitinu Eritidi
um íslenskt mál, en þar birtist líka grein með sama sniði um setningafræði eftir
Halldór Ármann Sigurðsson. Eins og sjá má af því yfirliti sem hér var geftð er þar
hægt að fræðast um fjölmarga þætti íslensks máls og málfræði.
Tvö afmælisrit
Normer og regler. Festskrift til Dag Gundersen. Ritstjórar Ruth Vatvedt Fjeld og Boye
Wangensteen. Nordisk forening for leksikografi, 1998.
Greinar af sama meiði helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum. Ritstjórar Baldur
Sigurðsson, Sigurður Konráðsson og Ömólfur Thorsson. Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla íslands, Reykjavík, 1998.