Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 253
Ritdómar
251
Helgi Guðmundsson. 1997. Um hafinnan. Vestrænir menn og íslenzk menning
á miðöldum. Háskólaútgáfan, Reykjavík. 413 bls.
1. Inngangur: Miðstöð í Norður-Atlantshafi
Nyrstu minjar um norræna menn á Grænlandi til forna er rúnarista sem fannst árið
1824 á eyjunni Kingigtorssuaq. Þessi eyja er úti fyrir vesturströnd Grænlands, að öll-
um líkindum norðar en hin eiginlega Norðurseta þangað sem Grænlendingar úr Vestri-
og Eystribyggð fóru á sumrin til að veiða. Ristan, sem talin er vera frá því um 1300,
er á aflangri steinflögu sem hafði fallið úr vörðu. I (1) eru rúnimar umritaðar með
feitu letri en þýðing ristunnar á fomíslensku með „samræmdri stafsetningu" fylgir
undir hvorri línu:
(1) ellikr-sikuaþs:son:r-ok-baanne:tortarson:ok:enriþi-osson:
Erlingr Sighvatssonr ok Bjarni Þórðarson ok Eindriði Oddsson
laukardak-in:fyrir-gakndag hloþu-uardate-okrydu:...
laugardaginn fyrir gagndag hlóðu varða þe(nna)ok rydu (1)
(sbr. Um hafinnan, bls. 58, 62)
Endirinn er óljós (sbr. skáletruð orð í þýðingunni) en að öðru leyti hafa rúnirnar ver-
ið ráðnar. Þær greina frá því að Erlingur Sighvatsson, Bjarni Þórðarson og Eindriði
Oddsson hafi hlaðið varðann „laugardaginn fyrir gagndag" (þ.e. gangdag, 25. apríl).
Hverjir voru þessir menn og hvað voru þeir að gera um vetur á 12° 58' norðlægrar
breiddar? Það er ein ótal frumlegra spurainga sem Helgi Guðmundsson varpar fram
í bók sinni Um haf innan (bls. 62). Höfundur svarar að bragði að þarna séu nefndir
þrír af þeim sem sáu Evrópumönnum á miðöldum fyrir fágætri gersemi — náhvals-
tönn.
Til að átta sig á því hvað felst í þessu óvænta svari skal rifjað upp að skrúfulaga
náhvalstönnin, sem getur orðið 2-3 metra löng, var á miðöldum talin vera horn ein-
hymingsins, á latínu unicornis. Margs konar hjátrú var tengd við einhymingshorn —
það kvað meðal annars hafa verið eftirsótt í ástarlyf (aphrodisiaca) — og því lætur að
líkum að náhvalstönn sem var seld sem einhyrningshorn hafi kostað of fjár. Höfund-
ur setur þetta í áþreifanlegt samhengi (bls. 62) og getur þess að á ofanverðri 15. öld
hafi hinn dýrlegi Lorenzo de Medici í Flórens átt einhymingshom sem var metið á sex
þúsund gullflórínur, eða meira en fimmtán kíló gulls. A hinn bóginn voru árslaun
Machiavellis fyrir að skrifa sögu Flórensborgar aðeins eitt hundrað flórínur.
Töluvert á að hafa verið um náhvalstennur í Evrópu á miðöldum. Höfundur telur
illmögulegt að skýra það á annan hátt en þann að flestar tennurnar hafi borist frá
Grænlandi. Tilgáta hans er sú þaðan hafi verið stunduð umfangsmikil verslun með eft-
irsóttar vörur, fálka, hvítabirni, skinn og rostungstennur. En þar með er ekki allt upp-
talið. „Það er nálega fullvíst, að náhvalstennur hafa verið allra mikilvægasta vömteg-
undin í Grænlandsverzluninni" (bls. 60).