Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 142
140
Þórhallur Eyþórsson
Þess ber þó að gæta að í íslensku er dreifing sagna í fallhætti önnur en
persónubeygðra sagna. Söginin ráða er til hægri við neitunina í (17)
en ekki til vinstri við hana eins og í dæmunum í (16):
(17) a. Snjalli rúnameistarinn hefur ekki ráðið þessar rúnir.
b. Snjalli rúnameistarinn mun ekki ráða þessar rúnir.
í dæmunum í (17) fer hjálparsögn næst á eftir frumlaginu en aðal-
sögnin er í fallhætti (lýsingarhætti eða nafnhætti) og fer á eftir neit-
uninni. Unnt er að gera grein fyrir þessari ólíku setningarstöðu sagn-
ar í persónuhætti annars vegar og fallhætti hins vegar með reglu um
færslu á persónubeygðu sögninni. Að því gefnu að sögnin sé grunn-
mynduð (e. base generated) í sagnliðnum (sem hér er afmarkaður af
neituninni ekki), felur þessi regla í sér að persónubeygða sögnin fær-
ist í formdeild „ofar“ í setningunni, til vinstri við neitunina. Til að
átta sig á hvað felst í þessu má líta á hríslumyndina í (18) sem sýnir
stöðu orða í aukasetningunni í (16c). Gert er ráð fyrir því að
„hryggjarstykkið“ í setningunni séu setningarliðir sem hér eru kallað-
ir tengiliður (TL; e. Complementizer Phrase, CP), beygingarliður
(BL; e. Inflection Phrase, IP) og sagnliður (SL; e. Verb Phrase, VP),
en þeir eru svo aftur samsettir úr öðrum liðum. Einstakir setningar-
liðir eru lagskiptir, eins og sýnt er á hríslumyndinni. í TL, BL og SL
má þannig segja að séu tvær hæðir, ofan og neðan við „milligólfið“
sem hér er merkt með T’, B’ og S’, og er ákvarðari (Ákv; e. Specifi-
er) í efra laginu en höfuð (e. head) setningarliðarins og fylliliður (e.
complement) þess í því neðra. Höfuð tengiliðarins er tengihaus eða
tengibás (T), en hann er nefndur svo vegna þess að þar er talið að
aukatengingar (eða fyllitengingar (e. complementizers), þær tenging-
ar sem tengja setningar sem eru einhvers konar fylliliðir) eins og að
séu grunnmyndaðar. Fylliliður tengiliðar er beygingarliðurinn. Höfuð
beygingarliðar er beygingarhaus eða beygingarbás (B), sem er álitinn
hafa að geyma (óhlutbundna) „beygingarþætti“ sagnarinnar (svo sem
samræmisþætti og tíðarþátt), og fylliliður hans er sagnliðurinn. Höf-
uð sagnliðar er sögnin (S), sem getur tekið með sér fyllilið, til dæm-
is nafnorðsandlag (NL = nafnliður; e. Noun Phrase, NP). Áðurnefnd