Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 10
8
Guðrún Þórhallsdóttir
ar hann stóð mig að því að taka eldri fræðimenn trúanlega umhugsun-
arlaust.
Hreinn brýndi fyrir nemendum sínum nákvæmni í vinnubrögðum,
nákvæmni í orðavali og nákvæmni í hugsun, ásamt hæfilegri varkárni
og gagnrýni þegar kenningar annarra fræðimanna voru annars vegar.
Það var aldrei nóg að kenningin væri glæsileg og málflutningur höf-
undarins sannfærandi, heldur spurði Hreinn óvæginn á móti: „Hvað
þarf til að sannreyna þetta? Hvað þarf til að afsanna það?“
Hreinn Benediktsson var fæddur í Stöð í Stöðvarfirði 10. október
1928 og lést 7. janúar sl. eins og ykkur er kunnugt. Eins og fleiri Aust-
firðingar tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, en
varla hefur verið algengt að ljúka því prófi aðeins sautján ára. Svona
kornungur varð Hreinn stundakennari við MA veturinn á eftir. Síðan
stundaði hann nám í samanburðarmálfræði við Oslóarháskóla árin
1947-54 og lauk þaðan meistaraprófi. Eftir námið í Ósló og stutta
námsdvöl við Sorbonne-háskóla í París og háskólana í Kiel og
Freiburg valdi hann að Ijúka doktorsprófi frá Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum, en var aðeins einn vetur á staðnum, 1957-58.
Einhvern tíma þegar ég hafði áhyggjur af fátæklegum atvinnuhorf-
um mínum og annarra ungra málfræðinga, sagði Hreinn mér að á
námsárum sínum hefði blasað við að ekki væri nema eitt starf á íslandi
sem hentaði honum, og ekki hefði verið um annað að ræða en stefna á
það. Þetta var náttúrlega prófessorsembætti Alexanders Jóhannesson-
ar. Hreinn fékk þá stöðu aðeins þrítugur og gegndi henni í ljörutíu ár.
Þegar Hreinn kom heim frá námi til starfa við Háskóla íslands, var
hann í ýmsum skilningi maður af nýju tagi. Hann hafði stundað nám
við fimm erlenda háskóla og hafði prófgráður í samanburðarmálfræði
og almennum málvísindum, en enga í íslenskum fræðurn. Hreinn leit
á málfræði sem sjálfstæða fræðigrein, ekki endilega anga af íslenskum
fræðum, og hann starfaði á alþjóðavettvangi, skrifaði um fræðin mest
á ensku og birti iðulega erlendis. Hann hélt tengslum við málfræðinga
austan hafs og vestan og sendi ýmsa nemendur sína út í heim. Hreinn
gerði líka sitt til að alþjóðavæða Háskólann og málfræðihugsun
íslendinga, þótt orðið alþjóðavæðing væri ekki komið til sögunnar.