Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 11
Hreinn Benediktsson
9
Það er líklega óþarfi að rekja í smáatriðum framlag Hreins til
háskólastarfs og fræða, og það tæki líka tímann sinn. Samt get ég varla
stillt mig um að nefna framgöngu hans í skipulagsmálum í heimspeki-
deild um miðjan sjöunda áratuginn þegar hann sá til þess að B.A.-próf
væri tekið upp og allir nemendur skyldaðir til að taka undirstöðunám-
skeið í almennum málvísindum. Hann beitti sér fyrir stofnun Rann-
sóknarstofnunar í norrænum málvísindum, forvera Málvísindastofn-
unar, og stýrði henni. Með tímaritinu íslenzk tunga, sem Hreinn rit-
stýrði á árunum 1959-1965, eignuðust íslenskir málfræðingar í fyrsta
sinn vettvang sem var ætlaður íslenskri málfræði eingöngu. Fyrsta
alþjóðlega ráðstefnan um norræn og almenn málvísindi, sem Hreinn
skipulagði og stýrði árið 1969, er orðin goðsögn. Á þessum tíma
kunnu íslenskir háskólamenn ekki að halda alþjóðamót, og næstu árin
leituðu bæði menn úr öðrum háskólagreinum og fyrirtæki á borð við
Loftleiðir til Hreins eftir upplýsingum og ráðleggingum um hvernig
fara ætti að.
Þegar ég varð nemandi Hreins upp úr 1980, var hann ekki lengur
potturinn og pannan í framkvæmdum í deildinni og nemendur kynnt-
ust honum ekki í upphafi náms. Hann var fáskiptinn við fólk á förn-
um vegi, fregnir hermdu að hann væri ekkert lamb að leika sér við
og varla vogandi nema hraustum taugum að fara í námskeið til hans.
Þess vegna kom það á óvart að við mættum hlýju, góðvild og gaman-
semi þegar komið var inn fyrir þröskuldinn. Þó var alltaf ljóst að
Hreinn gerði kröfur til sjálfs sín og annarra, og af því að manni
fannst aldrei hægt að ganga að því vísu, virtist hann allra manna
ánægðastur þegar hann var ánægður og allra manna glaðastur þegar
hann hló.
„Frá Hreini Benediktssyni, þeim fræga manni? Ég er hræddur
um að við getum ekki kennt þér neitt!“ Þetta voru viðtökurnar þeg-
ar ég fór í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þar var litið á meistara-
ritgerð Hreins frá Ósló sem grundvallarrit þótt hún væri þrjátíu ára
gömul. Um framlag hans til íslenskrar, norrænnar og germanskrar
málfræði þarf ekki að fjölyrða. Það er engin tilviljun að þau verk
eru lesin enn.