Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Qupperneq 15
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
13
liðnum -staðir, til dæmis Atlastaðir, Illugastaðir, Kambs-
staðir).
b. Karlkynsorð með nf. ft. -ar (einkum a-stofnar) verða kvenkyns
og fá nf./þf. ft. -ir.
c. Karlkynsorð með nf. ft. -ar (einkum íz-stofnar) verða kvenkyns
og fá þf. ft. -ar.
Dæmi um þetta eru sýnd í töflu 1:
(a)
kk. nf. -ir, þf. -i
-* nf. -ir, þf. -ir
-staðir, -staðir
Reykir, Reykir
-reykir, -reykir
Uppsalir, Uppsalir
-vellir, -vellir
(einnig -vallir, -vallnir)4
(b)
kk. nf. -ar, þf. -a
-* nf. -ir, þf. -ir
Krossir, Krossir
Hamrir, Hamrit2
Vaglir, Vaglir3
(c)
kk. nf. -ar, þf. -a
—» nf. -ar, þf. -ar
Deplar, Deplar
-skógar, -skógar
Tafla 1: Dæmi um afbrigðilega beygingu fleirtöluörnefna sem dregin
eru af karlkynsorðum
Nilsson (1975:9, 33) vitnar til fjölda dæma um beygingu af þessu tagi
og eru nokkur þeirra sýnd í (3). Kyn örnefnanna kemur ekki í ljós
nema þar sem notuð eru sambeygð fornöfn eða lýsingarorð/lýsingar-
hættir og eru dæmi um það í (4). Athygli vekur að samnafnið staður
var jafnan karlkyns í máli þess fólks í könnun Nilssons sem kven-
kenndi -staður í samsettum fleirtöluörnefnum.
2 Einnig munu vera dæmi um karlkynsbeyginguna nf. ft. Hamrir, þf. Hamri;
einnig nf. ft. Akrir, þf. Akri (Nilsson 1975:53-54).
3 Einnig eru heimildir um karlkynsbeyginguna nf. ft. Vaglir, þf. Vagli (Finnur
Jónsson 1907-15:576). Samnafnið vagl ‘bjálki, raftur milli mæniása, ...’ er bæði til
karlkyns og hvorugkyns (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1097 [1 vagt]) og gæti því
einnig átt heima meðal þeirra ömefna sem rædd verða í 2.3.
4 í til dæmis Vellir, Möðruvellir, Steinavellir og Þúfnavellir. Nilsson (1975:35)
getur ekki sérstaklega um þolfallsmyndina (-)vallir en ljóst er af dæmum sem hann
vitnar til annars staðar að hún hefur verið til, sbr.fara út i Vallirnar (Nilsson 1975:9).