Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 23
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
21
og fengið endinguna -ur í nf. og þf. ft. í stað nf. -ir og þf. -u (Jjörðu)
eða yngri þolfallsendingarinnar -i (firði).
(16) kk. nf. -ir, þf. -ui-i -* kvk. nf. -ur, þf. -ur
Fjörður, Fjörður
Völlur, Völlur
Þessi beyging á völlur og jjörður er ekki ný af nálinni. Rasmus Rask
hefur veitt henni athygli í máli Austfirðinga, líklegast á ferðum sínum
um ísland sumurin 1814 og 1815, og punktað hjá sér í minnisbók, nú
Add. 627 c 4to í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn (í útgáfu
Jóns Helgasonar 1960:297): „völlur-nar, fiördur-nar Fl. af völlur og
fiördur, men dette er ikke alm. p. 0[sterlandet]“.
2.5 Eignarfallsendingin -na
Nokkuð kveður að útbreiðslu eignarfallsendingarinnar -na í beygingu
fleirtöluömeíha, einkum samsettra örnefna. í nútímamáli er þessi end-
ing eiginleg kvenkyns- og hvorugkynsnafhorðum í veikri beygingu (n-
stofhum), orðum á borð við saga og hjarta. í örnefhum hefúr þessi
ending breiðst út til annarra beygingarflokka á kostnað eignarfallsend-
ingarinnar -a. Fyrst eru hér sýnd dæmi um -na í fyrri lið samsettra
orða (dæmin í (17)—(19)) og því næst í ósamsettum orðum (í (20)).
Dæmi þessi eru einkum sótt í skrár Ömefnastofnunar íslands og í
Landið þitt, Island (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson
1980-85: Lykilbók). Dæmasafnið er vitaskuld ekki tæmandi og viðbú-
ið að fleiri örnefni af þessu tagi finnist.
(17) -na- í samsetningum með sterk kvenkynsorð að fyrri lið:
a. Kleifnabrýr (V-Skaft), Kleifnaberg (Vestm.)18
b. Mýrnasveit (-vík, Skag.), Mýrnatangi (N.-Þing., V-Skaft.),
Mýrnapartur (A.-Skaft.)
c. Asbúðnaás (-bœr, -hólmi, -rif -sel, -sker, -vatn, A.-Hún.);
Borgnadalur (-lækur, -brekka, N.-Þing.)
18 I því eru Efri- og Neðri-Kleifar (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson
1980-85,5:79).