Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 24
22
Haraldur Bernharðsson
d. Víknalönd (A.-Hún.), Víknaskák (Skag.), Víknabjörg (-fjöll,
S.-Þing.); Víknaleið (N.-Múl.)
(18) -na- í samsetningum með sterk karlkynsorð að fyrri lið:
a. Moldhaugnaháls (Eyf.), Moldhaugnaskarð (Skag.); Krókna-
nesshólmar (Dal.)19
b. Hellnahraun {-fjara, -sandur, -vík, -nes, Snæf.); Hellnavík
(-víkurkambur, -víkurbali, S.-Múl.); Hellnatún (Rang.); Geit-
hellnadalur (-á, -afrétt, -hreppur, S.-Múl.)20
c. Vallnagerði (N.-Þing.), Vallnaás (-engi, -flóð, -kot, -kverk,
-stokkur, Borg.), Vallnasund (A.-Barð., N.-Múl.), Vallnadalur
(-gil, -gjá, -heiði, Snæf.)
(19) -na- í samsetningum með sterk hvorugkynsorð að fyrri lið:
a. Fellnakofi (S.-Þing.), Fellnakvísl (V.-Hún.); Holtnagata
(Snæf.)
b. Gilnamenn (-bóndi, Y-Skaft.)21
19 Króknanesshólmar eru nefndir í sýslu- og sóknalýsingu Dalasýslu um miðja
nítjándu öld (Einar G. Pétursson 2003:110). Ég þakka Svavari Sigmundssyni fyrir að
benda mér á þetta dæmi.
20 Sums staðar leikur vafi á hvort örnefni með liðnum hellna- eiga ræmr í karl-
kynsorðinu hellir eða kvenkynsorðinu hella. Líklegt er að Hellnafljót í Geiradals-
hreppi (A.-Barð.) dragi nafn sitt af klöppum upp með ánni sem eru sléttar eins og hell-
ur og á brún Hellnafells í Miklaholtshreppi (Snæf.) er mikið af hellulaga steinum (sjá
örneíhalýsingar í skrám Ömefnastofnunar Islands). Aftur á móti dregur jörðin Helln-
ar á Snæfellsnesi nafh sitt af helli miklum niðri í fjöru í Hellnavík og var eldra nafn
jarðarinnar Hellisvellir (sjá ömefnalýsingar í skrám Örnefnastofnunar íslands). „Sér-
kennilegar og fagrar bergmyndanir eru við sjó á Hellnum líkt og víðar á þessum slóð-
um. Hellir mikill er í Valasnös, bjargi er skagar fram í sjóinn. Heitir hann Baðstofa og
er frægur fyrir sérkennilega birtu og litbrigði við vissar aðstæður" (Þorsteinn Jóseps-
son og Steindór Steindórsson 1980-85, 2:56 [Hellnar (Snæ)]). Sömuleiðis dregur
Geithellnadalur í Geithellnahreppi (S.-Múl.) nafn sitt af helli (Hjörleifur Guttorms-
son 2002:58). „Austasti bær í Áshverfi [Rang.] er Hellnatún. Dregur hann nafn af
manngerðum hellum, fagurlega gerðum" (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórs-
son 1980-85, 1:57 [Ás (Rang)]). Athygli vekur að víða verður aðeins bent á einn helli
í tengslum við ömefni með fleirtölumyndinni hellna- og blasir ekki við hver skýring-
in á því kann að vera.
21 Ábúendur á bænum Gil/Giljar/Giljur (í Mýrdal, V-Skaft.) vom nefndir Gilna-
menn og talað var um Gilnabónda (Nilsson 1975:63-64).