Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 27
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
25
3.1 Takmarkað notkunarsvið örnefna
Ömefiii og sémöfii almennt eru eðli málsins samkvæmt yfirleitt not-
uð aðeins í eintölu eða aðeins í fleirtölu. Nafnið Akureyri er ekki not-
að í fleirtölu (af því að engin önnur Akureyri er til) og Bessastaðir eiga
sér ekki eintölu (sérnafnið er sem sé fleirtöluorð), enda þótt samnöfn-
in eyri og staður beygist fullkomlega eðlilega í öllum föllum bæði ein-
tölu og fleirtölu. Sérnöfn eiga sér því venjulega aðeins fjórar fall-
myndir, í stað átta hjá samnöfnum, og því má segja að notkunarsvið
sérnafnanna sé þrengra sem því nemur. Hitt er ekki síður mikilvægt að
örnefni eru einkum notuð í tengslum við dvöl á stað, hreyfingu til
staðar og hreyfingu ffá stað. Það er auðvitað nokkuð misjafnt eftir
tungumálum hvemig þetta er gert en í íslensku er einkum þágufalls-
mynd örnefnis notuð til að tákna dvöl á stað (með forsetningunum á
eða i) og hreyfingu frá stað (fors. frá og úr) og eignarfallsmynd með
hreyfingu til staðar (fors. til) en þolfallsmynd er einnig notuð um
hreyfingu á stað (með í eða á) þótt í minna mæli sé. Þó að fullkom-
lega eðlilegt sé að segja Akureyri er aldeilis ágœtur bœr eða allir tala
vel um Akureyrí og nota þar nefnifalls- og þolfallsmynd er væntanlega
algengast að Akureyri komi fyrir í setningum á borð við hann býr á
Akureyrí eða hann kemur frá Akureyri eða hann er fluttur til Akur-
eyrar þar sem notaðar eru þágufalls- og eignarfallsmyndir. í fornu
máli hafa nefnifall og þolfall bæjanafna jafnvel enn síður verið notuð
en í yngra máli því að víða þar sem nú myndi notað nefnifall eða þol-
fall var í eldra máli algengt að nota forsetningu og þágufall, svo sem
hann kallaði (bœinn) að Borg, bústað þar er kallað var á Hvanneyri
eða lét kalla að Ökrum fremur en hann kallaði bœinn Borg, bústað
þar er kallað var Hvanneyrr eða lét kalla Akra (sbr. Finn Jónsson
1907—15:560).22
Skýra mynd af notkun ólíkra fallmynda ömefna í nútímamáli má fá
í íslenskri orðtíðnibók (Friðrik Magnússon og Stefán Briem 1991).
22 Á sama hátt var forsetningin að notuð um hreyfingu í fornu máli, gjarna með
áttatáknun (fara austur að Ökrum, ríða heim að Hólum). Hugsast getur að þessi notk-
un (atvo. +) að hafi að einhverju marki vikið íyrir forsetningunni til í nútímamáli (til
Akra, til Hóla), en sjá þó niðurstöður Jóhönnu Barðdal (2001) sem getið er hér á eftir.