Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 29
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
27
hönnu en hún rannsakar mjög rækilega bæði setningafræðilegt og
merkingarffæðilegt hlutverk fallmynda. Niðurstöður hennar (2001:
75-108, 163-209) sýna meðal annars að algengast er bæði í fomu
máli og nýju að liður með merkingarhlutverkið staðsetning (e. loca-
tiori), eins og til dæmis hann býr á Akureyri, standi í þágufalli. Einnig
er algengast bæði í fommáli og nútímamáli að liður sem gegnir merk-
ingarhlutverkinu upptök (e. source), eins og til dæmis hann er frá
Akureyri, sé í þágufalli. Þá eru liðir í merkingarhlutverkinu braut (e.
path), til dæmis hann fór í gegnum Akureyri, oftast í þolfalli bæði í
fornu máli og nýju. Athygli vekur að í nútímamáli standa liðir með
merkingarhlutverkið mark (e. goal), til dæmis hann fer til Akureyrar
eða hann fer austur í Hveragerði, oftast í þolfalli en í fomu máli er
dreifingin næsta jöfn á milli þolfalls og eignarfalls. Liðir í öllum þess-
um merkingarhlutverkum eru oftast andlag forsetningar og þótt vita-
skuld séu þessir liðir ekki alltaf ömefhi má búast við að örnefni sé
einkum að finna í þessum merkingarhlutverkum. Rannsókn Jóhönnu
gefur því ákveðna vísbendingu um að staða örnefna í fornu máli hafi
ekki verið mjög frábrugðin því sem tíðkast í nútímamáli og lýst er í
íslenskri orðtíðnibók, að því frátöldu að ömefni í eignarfalli hafa lík-
lega verið heldur algengari í fornu máli en í nútímamáli.
3.2 Ógagnsætt kyn örnefna
Annað ekki síður mikilvægt sérkenni íslenskra ömefna er að kyn þeirra
hefúr ekki jafnskýr formleg merki og kyn samnnafna og málnotendur
standa því oftar frammi fýrir tvíræðum örnefnum en samnöfnum. Þar
sem beygingarmyndir samnafna em tvíræðar hvað kyn varðar (til
dæmis nf. ft. hól-ar : mýr-ar þar sem -ar er fleirtöluending bæði karl-
kyns og kvenkyns) kemur kynið oftast fram í sambeygðum greini eða
lýsingarorðum. Stuðningur af því tagi stendur málnotendum mun
sjaldnar til boða í ömefnum þar sem þau eru sjaldan notuð með greini
(Fjörðurnar og Völlurnar eru meðal undantekninga) og ákvæðisorð
sem notuð em með fleirtöluömefhum (til dæmis Ytri-, Innri-, Nyrðri-,
Syðri-, Stóru-, Litlu-, Stœrri-, Minni-) greina yfirleitt ekki á milli
kynja.