Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 30
28
Haraldur Bernharðsson
Áhrif þessara tveggja sérkenna ömefna sem hér hafa verið talin,
notkunarsviðsins og takmarkaðrar kynmerkingar, koma skýrt fram í
fleirtöluömefnum þar sem algengasta fallmyndin, þágufall, hefur að-
eins eitt beygingarmyndan, -um, í öllum kynjum og í eignarfalli, sem
er næstalgengast samkvæmt töflu 4, eru aðeins tvö beygingarmyndön,
-a og -na.
4. Örnefni og áhrifsbreytingar
Fyrir rösklega hálfri öld fjallaði pólski málfræðingurinn Jerzy
Kuryiowicz um eðli áhrifsbreytinga í frægri tímaritsgrein (Kurytowicz
1945-49). Þar benti hann meðal annars á mikilvægi sambands grunn-
myndar og afleiddrar myndar íyrir stefnu áhrifsbreytinga, þ.e. hvort
mynd A hefði áhrif á mynd B eða öfugt. Hugmyndir sínar í þessu efni
setti hann fram í öðru „lögmáli“ sínu um eðli áhrifsbreytinga (í laus-
legri þýðingu):
(25) Annað lögmál Kurylowicz um eðli áhrifsbreytinga
Stefna áhrifsbreytinga er „grunnmynd" -*■ „afleidd mynd“ þar
sem samband grunnmyndar og afleiddrar myndar er afleiðing
af notkunarsviði þeirra (fr. sphére d’emploi).23
Annar pólskur málfræðingur, Witold Manczak, hefur fengist við rann-
sóknir á áhrifsbreytingum í fjölda tungumála og sett fram nokkrar
kenningar um almenna tilhneigingu áhrifsbreytinga (ff. tendances
générales). Nokkrar þeirra eru taldar í (26) (sbr. Manczak 1958,
1963).
(26) a. Algengara er að myndir framsöguháttar hafi áhrif á myndir
annarra hátta en að aðrir hættir hafi áhrif á framsöguhátt („til-
hneiging 6“).
b. Algengara er að nútíðarmyndir hafi áhrif á myndir annarra tíða
en öfugt („tilhneiging 7“).
23 „Les actions dites „analogiques“ suivent la direction: formes de fondation -*
formes fondées, dont le rapport découle de leurs sphéres d’emploi“ (Kurytowicz
1945-49:23).