Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 33
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
31
finna víða, svo sem í þýsku þar sem ömefni er enda á -en í nefnifalli
eru yfirleitt runnin frá gömlum myndum þágufalls fleirtölu, Kissingen
úr íhþ. þgf. ft. kissingum eða Schajfhausen úr scafhusum\ einnig ffönsku
þar sem Tours og Aix má rekja til þágufalls fleirtölu í latínu, Turris og
Aquis (sjá Manczak 1958:396-401 og umfjöllun hjá Hock
1991:232-34).
Tiersma (1982) fjallar einnig um þessa beygingarþróun örnefna og
þá tilhneigingu þeirra til að ganga á svig við almenn lögmál um mörk-
un fallmynda (e. general markedness): í ömefnum megi sjá það sem
kalla mætti sérmörkun (e. local markedness) sem felst í því að þar eru
þær fallmyndir sem notaðar eru um dvöl á stað og hreyfingu til stað-
ar og frá stað ómarkaðar í beygingarkerfinu en aðrar fallmyndir aftur
á móti markaðar. Tiersma nefnir fleiri dæmi um sérmörkun af þessu
tagi, svo sem dæmi þar sem fleirtölumyndir hafa haft áhrif á eintölu-
myndir en allajafna eru það eintölumyndir sem hafa áhrif á fleirtölu-
myndir. Sérmörkun af þessu tagi á rætur að rekja til notkunarsviðs,
þ.e. þó að nefnifall sé að öllu eðlilegu tíðara en aukaföllin og eintala
tíðari en fleirtala, geta komið upp sérstakar kringumstæður þar sem
aukafall er notað meira en nefnifall (svo sem í örnefnum) og fleirtala
notuð meira en eintala (svo sem í orðum sem tákna pör eða flokka, til
dæmis ‘hendur’, ‘horn (á dýrum)’, ‘tennur’, ‘gæsir’). Það er því ekki
um að villast að tíðni ræður miklu um það hvort orðmynd er grunn-
mynd (ómörkuð) eða afleidd (mörkuð) í beygingarkerfinu.
Að dómi Bybee (1985) er sérmörkun af þessu tagi ein af sönnun-
um þess að taka verður tillit til þess sem hún nefnir orðasafnsstyrk (e.
lexical strength) í beygingarkerfinu en í sem stystu máli felur það í sér
að því algengari sem beygingarmynd er því auðlærðari er hún börnum
á máltökuskeiði. Hún greinir á milli staktíðni (e. token frequency) og
stærðar mengis (e. type frequencý) og til að skýra þessi hugtök mætti
taka sem dæmi þróun sterkra sagna í ensku (Bybee 1985:119-21). Frá
fornensku til nútímaensku hafa fjölmargar sterkar sagnir (einnig
nefndar „óreglulegar sagnir“) orðið veikar (eða ,,reglulegar“). Þær
sagnir sem orðið hafa veikar eru einkum fremur sjaldgæfar sagnir eins
og bide ‘vera, dvelja’ og reap ‘uppskera’ sem fá veiku eða „reglulegu“
þátíðina bided og reaped; staktíðni þeirra er sem sagt lág. Algengar