Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 35
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
33
einstakra gerða, eða stærð mengis eins og Bybee (1985) skilgreinir
hana, hlýtur að ráða miklu um hvaða kyn verður ofan á þegar málnot-
andinn er í vafa.
5.2 Breytingar tengdar kyni
5.2.1 Breyting upphaflegra karlkynsorða
í töflu 1 að framan voru sýnd dæmi frá Nilsson (1975) um að upp-
runaleg karlkynsorð hefðu orðið kvenkyns í fleirtöluörnefnum. Þar er
einkum um að ræða upprunaleg karlkynsorð með nf. ft. -ir, þf. -i sem
verða kvenkyns og fá þf. ft. -ir, eins og sést í fjölda samsettra orða
með síðari liðnum -staðir (til dæmis Atlastaðir, Illugastaðir, Kambs-
staðir) en einnig öðrum samsettum og ósamsettum fleirtöluörnefn-
um.
(29) kk. nf. -ir, þf. -i -* kvk. nf. -ir, þf. -ir
-staðir, -staðir
Reykir, Reykir
Uppsalir, Uppsalir
Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna fleirtöluörnefni með nf. -ir
höfðu frekar tilhneigingu til að verða kvenkyns en karlkyns úr því að
vafi gat leikið á kynferðinu. Karlkynsorð á borð við hryggir, lœkir,
reykir og staðir höfðu fleirtöluendingarnar nf. -ir, þf. -i. Kvenkynsorð
með nf. ft. -ir höfðu þf. ft. -ir og reyndar höfðu kvenkynsorð úr öðr-
um flokkum hneigst til að taka upp þær endingar (upprunalegir ö-
stofnar og kvenkyns samhljóðsstofnar) þannig að flokkur kvenkyns-
orða með fleirtöluendingarnar nf. -ir, þf. -ir var orðinn nokkuð stór: í
honum eru til dæmis orð eins og grundir, grafir, klaufir, lautir, lind-
ir, nafir, tjarnir, tóftir og uróir. Meðal bæjanafna eru reykir og eink-
um staðir gríðarlega algeng, ekki síst sem síðari liðir í ýmiss konar
samsetningum, en kvenkynsorðin eru heldur fleiri.
Nilsson (1975) rannsakaði fjölda náttúruörnefna í Svarfaðardal og
niðurstöður hans, sem sýndar eru í töflu 5, gefa ef til vill einhverja vís-
bendingu um mismunandi orðasafnsstyrk karlkyns- og kvenkyns-
örnefna með nf. ft. -ir.