Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 37
35
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
kynsorðið jörð hafi með þessum hætti átt einhvern þátt í sókn kven-
kynsins í fleirtöluömefnum en ósennilegt er að það dugi eitt og sér til
að skýra þessa þróun og ekki skýrir það aðrar þær breytingar sem hér
eru til umræðu.
5.2.2 Breyting upphaflegra kvenkynsorða
I töflu 2 að ffaman voru sýnd dæmi Nilssons (1975) um kvenkyns
fleirtöluörnefni sem orðið hafa karlkyns. Þar ber mest á því að upp-
runaleg kvenkynsorð með nf. ft. -ar, þf. -ar verði karlkyns og fái þf.
ft. -a en Nilsson fann heimildir um þá breytingu um nærfellt allt land.
(30) kvk. nf. -ar, þf. -ar -» kk. nf. -ar, þf. -a
Brúar, Brúa
-eyrar, -eyra
Fitjar, Fitja
Fjölmörg fleirtöluörnefni hafa nefnifallsendinguna -ar. Þar er annars
vegar um að ræða karlkynsorð (einkum a- og a«-stofna) á borð við
bakkar, hausar, hólar, hjallar, klettar, melar og móar með endingam-
ar nf. ft. -ar, þf. -a. Hins vegar eru kvenkynsorð (ö- og ekki síst ijö-
stofnar) á borð við eyrar, mýrar og heiðar er hafa fleirtölu með nf. -ar,
þf. -ar en mörg orð í þessum flokki hafa fengið fleirtölu með -ir, svo
sem grafir, kvíslir og nafir í stað eldri fleirtölumyndanna grafar, kvísl-
ar og nafar. Eins og fram kemur í töflu 5 sýnir rannsókn Nilssons á
náttúruörnefnum í Svarfaðardal að meðal þeirra fleirtöluörnefna sem
kvenkyns í íslenskum fleirtöluörnefnum: (1) Fleirtöluömefni með nf. ft. -ar hafa til-
hneigingu til að verða karlkyns og það eitt kann að hafa stuðlað að því að fleirtölu-
ömefni með -ir urðu kvenkyns. (2) Örnefni mynduð af ft. vellir eiga það til að verða
kvenkyns vegna tengingar við ön-stofha (sbr. völlurnar) og það kann að hafa ýtt und-
ir kvenkynseinkenni endingarinnar -ir. (3) Kvenkynsorðið jörð hefur oft verið undir-
skilið og það hefur ýtt undir að karlkynsörnefni með fleirtöluna -ir fengju kvenkyns-
beygingu. Sambærileg áhrif undirskilinna orða segirNilsson (1975:140^3) að megi
sjá í kenningum en í rímum verða hvorugkynsorðin láð og frón gjarna kvenkyns í
kvenkenningum á borð við silkiláð, hringafrón eða baugafrón. (4) Samfélagslegir
þættir hafa líka hafl: áhrif. í norsku urðu fleirtöluörnefni með -ir snemma kvenkyns í
miklum mæli og hugsanlegt er að norskra áhrifa hafi gætt á Norðurlandi vegna sterkr-
ar stöðu kirkjunnar þar.