Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 38
36
Haraldur Bernharðsson
hafa fleirtölu með -ar eru karlkynsorðin (með nf. -ar, þf. -a) í miklum
meirihluta: Nilsson (1975:18-33) greinir frá 37 nöfnum sem koma
fyrir alls 215 sinnum en aftur á móti finnur hann aðeins 11 kvenkyns-
orð (með nf. -ar, ft. -ar) sem koma fyrir alls 50 sinnum. Ef tekið er
mið af samsetningu örnefna í Svarfaðardal kemur ekki á óvart að
komið hafi upp tilhneiging til að karlkenna örnefni með nf. ft. -ar þar
sem karlkynsömefni með nf. ft. -ar eru miklu fleiri (mengi þeirra er
stærra) en kvenkynsömefni með sömu nefnifallsendingu og að auki er
staktíðni karlkynsörnefnanna hærri.27
5.2.3 Breyting upphaflegra hvorugkynsorða
í töflu 3 voru sýnd dæmi um að upprunaleg hvorugkynsorð verði ann-
aðhvort karlkyns eða kvenkyns. Mörg þessara örnefha verða kvenkyns
og fá nf. ft. -ar, þf. -ar (Eiöar, Eiðar) en algengast mun, samkvæmt
Nilsson (1975), að þau verði karlkyns og fái nf. ft. -ar, þf. -a, eins og
sýnt er í (31).
(31) hk. nf. -0, þf. -0 -> kk. nf. -ar, þf. -a
Bjargar, Bjarga
Eiðar, Eiða
Fjósar, Fjósa
Ef enn er höfð hliðsjón af samsetningu náttúmörnefna í Svarfaðardal
má sjá að hvorugkynsömefni em þar hlutfallslega fá og því kemur
ekki á óvart að málnotandi sem stæði frammi fyrir „kynlausri" þágu-
fallsmynd fleirtöluörnefnis freistaðist til að fella það inn í annan hvorn
stærri flokkanna, flokka karlkyns- eða kvenkynsömefna. Þá má búast
við að stærð flokkanna ráði miklu um aðdráttarafl þeirra. Þess var
getið að könnun Nilssons (1975:32) sýndi að flokkurinn með nf. ft.
-ar, þf. -a væri langstærstur: karlkynsorð með nf. ft. -ar, þf. -a (Hólar,
Hólá) voru 37 og komu fyrir alls 215 sinnum og kvenkynsorðin með
27 í þessari þróun er -ar aðalending karlkyns í fleirtölu en -ir aðalending kven-
kyns í fleirtölu. Bjorvand (1972) hefur rannsakað þróun fleirtöluendinga kvenkyns
samnafna í vestumorrænum málum og talið sig sjá svipaða tilhneigingu þar. Hug-
myndir Bjorvands hafa þó sætt nokkurri gagnrýni (sjá Margréti Jónsdóttur
1988-89:66 og Guðrúnu Þórhallsdóttur 1997:45^16).