Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 39
37
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
nf. ft. -ar, þf. -ar (Laugar, Laugar) voru 11 í alls 50 örnefnum. Á hinn
bóginn voru kvenkynsorðin með nf. fit. -ir, þf. -ir (Tjarnir, Tjarnir) 11
í 44 örnefnum og karlkynsorðin með nf. ft. -ir, þf. -i (,Staðir, Staði) 5
í 8 örnefnum. Ef marka má þessar tölur er mengi orðanna með nf. ft.
-ar, þf. -a (Hólar, Hóla) stærst og þau hafa líka hæsta staktíðni; sá
flokkur er því virkastur.28
Fleirtöluömefni mynduð af hvorugkynsorðum hafa einnig tekið
breytingum í norsku og sænsku en þar hafa örnefnin einkum orðið
kvenkyns. Ymsar hugmyndir hafa verið settar fram til að skýra þá þró-
un. Noreen (1903:222 [§351, athgr. 3], sbr. 1923:254 [§362, athgr. 4];
1904:306 [§408, athgr. 5]) taldi að endingarnar -ir og -ar í þessum ör-
nefnum væru runnar frá hvorugkyns .s-stofnum og von Unwerth
(1914) taldi þá skýringu hafa ýmislegt til síns ágætis, þótt hann benti
einnig á galla á henni. Holmkvist (1936) gat sér þess til að endingarn-
ar -ir og -ar í þessum örnefnum væru ættaðar úr fomri indóevrópskri
endingu staðarfalls fleirtölu og Lundahl (1937:78-81) taldi að þær
væru tilkomnar vegna áhrifa fxá ö-stofna kvenkynsorðum. Þá fjallaði
Bjorvand (1994) rækilega um þróun indóevrópskra safnheita og taldi
að þessi kvenkyns fleirtöluömefni ættu rætur að rekja til þeirra.
Þessar kenningar leita uppruna þessa beygingareinkennis á frum-
norrænum eða frumgermönskum tíma eða jaffivel enn lengra aftur.
Við skýringartilraunum af því tagi blasir sá vandi að heimildir benda
til þess að fyrrnefnd beyging hvorugkyns fleirtöluörnefnanna — og
raunar allra þeirra beygingareinkenna sem hér eru til umfjöllunar —
eigi sér ekki óslitna sögu aftur á frumnorrænan tíma heldur virðist
beygingin sprottin í íslensku ekki síðar en á sextándu öld. Ákjósan-
legra virðist að lýsa þessari þróun sem áhrifsbreytingu út frá þágufalli
fleirtölu. Sahlgren (1925:135) taldi að slík áhrifsbreyting hefði átt sér
stað í þessum örnefnum, enda þótt hann virðist horfinn frá þeirri skoð-
un tíu árum síðar (1935:194) (sjá einnig Janzén 1936:222-24). Þannig
þarf ekki að gera ráð fýrir varðveislu mjög fomra beygingarendinga í
28 Athyglisverða sérþróun má þó sjá í örnefninu Vötn í Ölfusi í Árnessýslu sem
tekið hefur upp u-stofna beygingu og fær því nf. ft. Vetnir. „Vatn, kallað almennilega
Vetner“ segir í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns (1918-21, 2:419) og
hefur þá líklega verið karlkyns (Finnur Jónsson 1907-15:505-506).