Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 40
38
Haraldur Bernharðsson
þessum ömefnum og tengsl skapast við önnur fleirtöluörnefni sem hér
eru til umræðu.
5.2.4 Fleirtöluörnefni af w-stofnum
Hin forna ending þolfalls fleirtölu w-stofna (-u) í orðum eins og völl-
ur (fisl. Vgllr) eða skjöldur (fisl. skjgldr) hefur mjög snemma tekið að
víkja fyrir endingu z-stofna (-;'), jafnvel þegar á þrettándu öld en þó
ekki í miklum mæli fyrr en á sextándu og sautjándu öld (Noreen
1923:274 [§395,4]; Bjöm K. Þórólfsson 1925:22, 84; Stefán Karlsson
1989:19; sjá einnig Kristján Árnason 1974). í fornu máli voru mynd-
ir fleirtölu w-stofnanna völlur og Jjörður því eins og sýnt er í (32).
(32)
ft. nf. vellir, firðir
þf. vqIIu, fijQrðu
þgf. vQÍlum, fiQrðum
ef. valla, fiarða
Þágufallsmynd fleirtöluörnefna sem mynduð eru af w-stofna orðum
felur ekki í sér neinar upplýsingar um kyn frekar en þágufallsmyndir
annarra fleirtöluörnefna. Hér er því nokkur hætta á að málnotandinn
skynji þessi fleirtöluörnefni ekki sem karlkynsorð heldur annaðhvort
kvenkynsorð eða hvorugkynsorð. Eins og sýnt var í (16) og endurtekið
er í (33) hafa fleirtöluörnefni byggð á karlkynsorðunum fiörður og
völlur tilhneigingu til að verða kvenkyns.
(33) kk. nf. -ir, þf. -u/-i -» kvk. nf. -ur, þf. -ur
Fjörður, Fjörður
Völlur, Völlur
Þetta verður skiljanlegt ef gert er ráð fyrir að hin forna ending þol-
falls fleirtölu, -u, hafi átt þátt í breytingunni ásamt þágufallinu, enda
er ekki ólíklegt að hún hafi lifað lengur í samböndum eins og fara út
í Fjörðu eða út á Völlu en í almennum samnöfnum. Þessi ending átti
sér ekki margar hliðstæður í þolfalli fleirtölu karlkynsorða og er
reyndar meira í ætt við endinguna -ur hjá kvenkynsorðum. Málnot-
andinn hafði ekki miklar forsendur til að skynja þessi fleirtöluörnefni
sem karlkynsorð út frá þágufallinu og forna þolfallsendingin -u benti