Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 41
39
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
fremur til kvenkyns. Ekki þarf því að koma á óvart að fleirtöluörnefni
af w-stofnum hafi orðið kvenkyns og fengið endingarnar nf. ft. -ur, þf.
-ur.
5.3 Útbreiðsla og þróun eignarfallsendingarinnar -na
5.3.1 Fleirtalan -ur og eignarfall -a eða -na
Þegar stoðhljóð tók að koma inn á milli r í bakstöðu og undanfarandi
samhljóðs fengu kvenkyns samhljóðsstofnar endinguna -ur í nefnifalli
og þolfalli fleirtölu í stað hinnar eldri endingar -r (eikr > eikur); þar
með féllu þessar endingar saman við nefnifalls- og þolfallsendingar
ö«-stofna (sögur < SQgur). Við það sköpuðust aðstæður til áhrifsbreyt-
ingar þar sem eignarfallsending fleirtölu ö«-stofna, -na, gat komið í
stað eignarfallsendingar samhljóðsstofnanna, -a, eins og sýnt er í (34).
(34) nf. ft. sög-ur : þf. ft. sög-ur : ef. ft. sag-na
nf. fit. eik-ur : þf. fit. eik-ur : ef. ft. X
X = eik-na (í stað eik-a)
Þetta má meðal annars sjá í málfræði Jóns Magnússonar ffá 1738
(1997:57) en hann greinir ffá því að kvenkynsorðið eik hafi tvær
myndir í eignarfalli fleirtölu, eika eða eikna. Þessarar áhrifsbreytingar
verður einnig vart hjá fleirtöluörnefnum og birtist til að mynda í ör-
nefnum með víkna af vík, svo sem Víknaleið, eins og firá var greint í
2.5 hér að framan. Ef tekið er tillit til þess sem hér var sagt um þróun
w-stofna örnefna og samruna þeirra við fleirtöluörnefni með nf. fit. -ur,
þf. -ur (ö«-stofna og kvenkyns samhljóðsstofna) mætti búast við sams
konar áhrifsbreytingu þar. Þær væntingar koma heim og saman við
þau dæmi sem lýst var í 2.5: af völlur eru til dæmi um ef. ft. vallna í
myndum eins og Vallnagerði, Vallnasund, Vallnakot og Vallnadalur.
Forsendur fyrir þessari breytingu sköpuðust aftur á móti ekki hjá u-
stofna samnöfnum þar sem þau tóku upp endingu karlkyns z-stofna í
þolfalli fleirtölu (þf. fit. völlu -> velli).29
29 Eignarfallsmyndir eins og sálna og sólna af sál og sól eiga væntanlega rætur
sínar að rekja til annars vegar ö«-stofnsins sála og hins vegar áhrifsbreytingar út frá
myndinni sólu í þágufalli eintölu. Ekki hafa fundist dæmi um að Jjörður fái eignar-
fallsmyndina jjarðna í ömefiium en vera kann að langur samhljóðaklasi (-rðn-) hafi