Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 42
40
Haraldur Bernharðsson
5.3.2 Þágufall -um og eignarfall -a eða -na
Endingin -na í eignarfalli fleirtölu er ekki óalgeng, enda tilheyrir hún
stórum flokkum veikra nafnorða (svo sem ef. ft. kvk. tungna, sagna,
klukkna, hk. augna, hjartna, nýrna) en það er hreint ekki algengt í
þeim flokkum að nefhljóðið úr eignarfallsendingunni þröngvi sér inn
í aðrar fallmyndir.30 í örnefnum þar sem þágufall er eins konar grunn-
fall andspænis öðrum follum skapast umhverfi fyrir áhrifsbreytingar
sem ekki eiga sér stað meðal samnafna. Eins og getið hefur verið er
-um ending þágufalls fleirtölu í öllum flokkum og öllum kynjum og
þegar það er lagt til grundvallar skapast skilyrði fyrir útbreiðslu end-
ingarinnar -na. Dæmi um slíkt er sýnt í (35).
(35) þgf. tung-um : ef. tung-na
haug-um : X
X = haug-na (í stað haug-á)
Á þennan hátt komu upp myndir á borð við Moldhaugnaháls af Mold-
haugar og Geithellnadalur af Geithellar, svo eitthvað sé nefnt (sjá
2.5).
5.3.3 Bandstafssamsetningar?
Það vekur annars athygli að yfirgnæfandi meirihluti þeirra dæma sem
sýna útbreiðslu eignarfallsendingarinnar -na eru samsetningar, til
spomað við því, sbr. eignarfall fleirtölu í nútímamáli af veikum kvenkynsorðum á
borð við orða, snuróa, spyrða eða varða.
30 Noreen (1923:277-78 [§401,3]) telur að n-ið í físl. nf. ft. bragnar, flotnar,
gotnar, gumnar og skatnar stafi af alhæfingu úr eignarfalli fleirtölu. Á það hefúr þó
verið bent að eignarfall fleirtölu sé heldur veikur grunnur fyrir áhrifsbreytingu af
þessu tagi í samnöfhum. Kock (1926:61-66) tengir þetta við ólíka þróun nefhljóðs í
algjörri bakstöðu eftir þyngd rótaratkvæðis, enda kemur n-ið aðeins fyrir í orðum með
stutt rótaratkvæði. í orðum með langt rótaratkvæði féll nefhljóð í bakstöðu fyrr en í
orðum með stutt rótaratkvæði: frn. nf./þf. ft. * *timanR > *timan > *timá andspænis
*braganR > *bragan. Myndirnar nf./þf. *timá og *bragan voru því samtíða einmitt á
því skeiði er þessi beygingarflokkur tók upp endingu nefnifalls fleirtölu að hætti karl-
kyns a-stofna (steinar) og þess vegna er nf. ft. tímar án n andspænis bragnar með n.
Ekki virðist því ástæða til að gera ráð fyrir að í nf. ft. bragnar,flotnar, gotnar, gumn-
ar og skatnar hafi n breiðst út frá myndum eignarfalls fleirtölu.