Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 44
42
Haraldur Bernharðsson
stað var þess getið hér að ofan að langmest kvæði að útbreiðslu eign-
arfallsendingarinnar -na í samsetningum. Því mætti hugsa sér að í um-
hverfi þar sem var fjöldi samsettra ömefna á borð við til dæmis
Vallnaás, Vallnaengi, Vallnaflóð, Vallnakot, Vallnakverk og Vallna-
stokkur hefði ömefnið sem þau voru dregin af getað orðið íyrir áhrif-
um og orðið Vallnir í stað Vellir (eða kvk. ft. Völlur?); eignarfalls-
myndin í samsettu örnefnunum hefði þá verið lögð til grundvallar. í
ömefni eins og Vallnir, sem Finnur Jónsson (1907-15:416) segir að
komi fyrir oft um land allt, bendir rótarsérhljóðið enn fremur til þess
að eignarfallið hafi verið lagt til grundvallar.
Hér hefur því átt sér stað umtúlkun á eignarfallsmyndum með end-
ingunni -na þar sem -n- var túlkað sem viðskeyti fremur en ending og
því varð -n- hluti af stofni orðsins.
(37) (-)vall-na(-) (-)vall-n-a(-)
5.3.5 Samantekt
Hér hefur verið fjallað um tvenns konar breytingar sem átt hafa sér
stað á íslenskum fleirtöluörnefnum: annars vegar breytingar sem
tengjast kyni ömefnanna og hins vegar breytingar sem felast í út-
breiðslu og þróun eignarfallsendingarinnar -na. Þessar breytingar eiga
rætur að rekja til notkunarsviðs örnefna: örnefni eru mest notuð í
þágufalli og þágufall fleirtölu hefur sama beygingarmyndan, -um, í
öllum kynjum og öllum beygingarflokkum.
Myndir þágufalls fleirtölu eru því margræðar hvað kyn varðar og
hætt við umtúlkunum af ýmsum toga. Greinilegt er að stærstu flokk-
arnir hafa mest aðdráttarafl: sterk tilhneiging er til að gera örnefni
með nf. ft. -ir, þf. -i(r) kvenkyns þar sem flokkur kvenkynsörnefna
með nf. ft. -ir, þf. -ir (Tjarnir, Tjarnir) er stærri og virkari en flokkur
karlkynsörnefna með nf. ft. -ir, þf. -/' (Reykir, Reyki). Á sama hátt er
tilhneiging til að gera örnefni með nf. ft. -ar, þf. -a(r) karlkyns þar
sem flokkur karlkynsörnefna með nf. ft. -ar, þf. -a (Hólar, Hóla) er
stærri og virkari en flokkur kvenkynsörnefna með nf. ft. -ar, þf. -ar
(Eyrar, Eyrar). Hvorugkynsörnefni með núllendingu í nf. og þf. ft.
(Hús, Hús) hafa tilhneigingu til að ganga í stærsta og virkasta flokk-