Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 45
43
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
inn, flokk karlkynsörnefha með nf. ft. -ar, þf. -a. Hin fáu w-stofna
fleirtöluömefni á borð við Firðir og Vellir hafa tilhneigingu til að
verða kvenkyns og fá endingarnar nf. ft. -ur, þf. -ur (sbr. Brekkur,
Brekkur) og ræður þar hin foma ending þf. ft. -u ugglaust miklu.
Þar sem sama beygingarmyndanið, -um, er í þágufalli fleirtölu allra
beygingarflokka og þágufallið er grunnfall í ömefnum skapast þar að-
stæður fyrir útbreiðslu eignarfallsendingarinnar -na. Vegna þess að
eignarfall er næststerkasta fallið í beygingu örnefna og vegna þess að
mest kveður að -na í samsettum örnefnum skapast auk þess skilyrði til
að leggja eignarfallið til grundvallar og þar með getur «-ið breiðst út
til annarra fallmynda.
6. Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um sérkenni í beygingu fleirtöluömefna. Þetta
eru sérkenni sem eiga sér fáar eða engar hliðstæður í samnöfnum. Því
var haldið fram að rót þessara sérkenna mætti rekja til þess að notkun-
arsvið örnefna er annað en sémafna: í ömefnum er þágufallið mest
notað, en ekki nefnifallið eins og hjá samnöfnum. I annan stað var á
það bent að kynmerking er heldur fátæklegri hjá örnefnum en sam-
nöfnum: örnefni eru sjaldan notuð með ákveðnum greini og algeng-
ustu ákvæðisorðin (eins og Ytri-, Innri- og fleiri) hafa sama form í
karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Málnotandinn eða bam á máltöku-
skeiði dregur því ályktanir sínar um kyn og beygingu fleirtöluörnefna
einkum af þágufallsmyndum á borð við (á) Atlastöðum, (á) Laugum,
(á) Fjósum, (i) Fjörðum eða (á) Moldhaugum, en þar er sama beyg-
ingarmyndanið, -um, í öllum kynjum og öllum beygingarflokkum.
Þessar aðalmyndir fleirtöluörnefnanna, þágufallsmyndirnar, eru því
margræðar hvað varðar kyn og beygingarflokk og hætt við ýmiss kon-
ar endurtúlkunum eins og lýst var í kafla 5.