Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 87
Baráttan um orðin
85
2. Orð og merking
2.1 Viðbrögð við orðum
Orð hreyfa mismikið við okkur, sum láta okkur ósnert en ömiur vekja
með okkur einhverjar tilfinningar og viðbrögð. Lítum í þessu sam-
bandi á orð á nokkrum merkingarsviðum:
(3) a. hestur, fákur, gæðingur, meri, bikkja, jór, trunta, tryppi
b. bolli, kanna, mál, krús, fantur
c. samkynhneigður, kynvillingur, kynhvarfur, hómósexúal, öfug-
ur, hommi, lesbía, lessa, öfúguggi, attaníossi, hýr, sódó, hinseg-
inn, sódómíti, álfúr, gay
Orðin í (3a) um hross vekja ákveðin hugrenningartengsl: Sum eru
skáldleg, önnur lofsamleg, nokkur niðrandi eða neikvæð, en önnur
tengd aldri og kyni hrossa. Orðin í (3b) vísa öll til drykkjaríláta. Þau
hafa ekki neinar aukamerkingar, eins og orðin í (3a), aðrar en e.t.v. þær
sem vísa til ólíkrar lögunar og efnis.
I (3c) eru nokkur nafhorð og lýsingarorð um samkynhneigt fólk,
bæði slanguryrði og orð sem tilheyra almennum orðaforða, sem gera
má ráð fyrir að flest séu meira og minna þekkt. Þessi orð kalla ekki að-
eins fram tiltekna mynd í huga okkar heldur vekja þau líklega mörg
einnig sterk viðbrögð hjá ýmsum. Sum orðanna eru niðrandi og meið-
andi, okkur finnst þau jafnvel svo ljót að við veigrum okkur við að
nefna þau. Viðbrögð okkar við slíkum orðum eru samfélagsleg.
Merkingarmið þeirra snertir viðkvæmt jafnvel bannhelgt svið. Þetta
er efni sem aðeins er rætt, eða rætt var til skamms tíma, í hálfum hljóð-
um. A slíkum sviðum blómstra oft fordómar og bera mörg orðanna
þess merki, þau eru svo gildishlaðin að fólk sneiðir almennt hjá þeim.
En sum orðanna í (3c), slanguryrðin og sletturnar, vekja jafhvel tvenns
konar viðbrögð, ekki einungis samfélagslegs eðlis heldur einnig við-
brögð sem við getum kallað málsamfélagsleg. Gjarnan er amast við
slíkum orðum og litið á þau sem „ófmni“ eða „verri“ eða „ljótari“ orð
en formlegri orð og orð af innlendum orðstofnum. Hér má því segja
að það sé sjálft formið sem veki þessi viðbrögð.
Orðin í (3b) um drykkjarílát hafa ekki þessi áhrif. Þau eru hlutlaus