Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 89
Baráttan um orðin
87
í (5) má síðan sjá nokkur orð sem tilheyra þessum ólíku flokkum. Orð-
in í fyrsta flokki og öðrum flokki eru sambærileg og mynda eins kon-
ar lágmarkspör. Það sama er að segja um orðin í þriðja flokki og þeim
fjórða.5 Hér verður gerð grein fyrir eðli orðanna í hverjum flokki fyrir
sig og flokkarnir bornir saman.
1 2 3 4
(hlutl. + hlutl.) (ljótt + hlutl.) (hlutl. + ljótt) (ljótt + ljótt)
ómenni, úrþvætti drullusokkur alnæmi eids (AIDS)
ríkur múraður gyðingur júði
hugsa um pæla í svartur maður surtur, niggari
afar (gaman) geðveikt (gaman) þroskaheftur grænmeti, fáviti
yndi, sætur krútt innflytjandi ffá Asíugrjón
bjór öllari hermdarverkamaður terroristi
koma illa við, hneyksla stuða flkniefnaneytandi djönkí
svalur kúl samkynhneigður öfúguggi
venjulegur plein vændiskona hóra
brandari, spaug djók(ur) hægðir skítur
fonguleg stúlka megabeib sköp píka
í fyrsta flokknum eru venjuleg hlutlaus orð. Hér væri hægt að bæta
endalaust við því að í þessum flokki er mestallur orðaforðinn. Sum
orðanna hafa enn fremur neikvæða eða jákvæða aukamerkingu án
þess að þau veki sérstök viðbrögð hjá okkur. Þau eru ekki gildishlað-
in. Þetta á við um orðin ómenni, úrþvœtti og fönguleg stúlka. I þess-
um flokki ættu þá líka heima aðlöguð tökuorð svo sem eins og jeppi
eða sófi.
í öðrum flokknum eru sambærileg orð við orðin í fyrsta flokki, eins
konar samheiti því að merkingarmiðið er hið sama, hlutlaust í báðum
tilvikum. Þessi orð eru hins vegar ólík orðunum í fyrsta flokki að því
leyti að þetta eru slanguryrði og slettur. Slík orð eru almennt litin
homauga af málsamfélaginu og þykja einungis nothæf við tilteknar
málaðstæður. Þannig er t.d. hægt að segja djók yfir öllara um mega-
beib og stuða hugsanlega einhvern um leið í óformlegu talmáli. Við
formlegri aðstæður, sem og í ritmáli, yrði það hins vegar að vera
5 í sumum pörunum má sjá annars vegar lýsingarorð og hins vegar nafnorð eða
stakt orð og orðasamband. Slíkt ósamræmi var látið liggja milli hluta enda ekki mark-
miðið að fjalla um formleg einkenni af þessu tagi hér.