Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 90
88
Þóra Björk Hjartardóttir
brandari yfir ölglasi um föngulega stúlku sem hugsanlega hneyksl-
aði einhvem. Það er því form orðanna í öðrum flokki sem er ljótt og
greinir þau því ffá samheitum sínum í fyrsta flokki sem eru ekki að-
eins hlutlaus að merkingarmiði heldur einnig að formi.
I þriðja og fjórða flokknum eru svo orð um sjúkdóma, trúarbrögð,
kynþætti, ólíka menningarhópa, kynlíf, líkamsstarfsemi og fleira. Þessi
orð snerta ýmis viðkvæm svið tilverunnar sem hjúpuð em ákveðinni
bannhelgi og notkun þeirra vekur því ofit óþægindakenndir hjá fólki.
Umræðuefhi á þessum sviðum geta verið eldfim, svo sem tal um trúar-
brögð, kynþætti og menningarhópa. Að gantast með mál á þessum svið-
um getur verið stórvarasamt og þeir sem það gera eiga á hættu að kalla
yfir sig óvild og fordæmingu annarra. Um önnur efhi eins og kynlíf eða
vissa líkamsstarfsemi er gjaman talað undir rós því þau snerta ofit blygð-
unarkennd fólks. Merkingarmið orðanna í þessum flokkum er því vara-
samt eða ljótt samkvæmt þeirri flokkun sem hér er gengið út ffiá.
Þessir tveir flokkar eru hins vegar ólíkir að því leyti að orðin í
þriðja flokki eru almenn orð, orð sem telja má að séu hlutlaus nú á
tímum6 að því leyti að þau þykja nothæf við allar aðstæður þar sem
þessi viðkvæmu mál eru til umræðu. Ljótleiki þeirra er því aðeins
fólginn í merkingarmiðinu en ekki í formi því þetta eru hvorki slangur-
yrði, slettur né orð sem þykja gildishlaðin. Þessu er öðruvísi farið með
orðin í ljórða flokknum. Þarna eru slangurorð og slettur og eru mörg
þeirra mjög gildishlaðin. Hér höfum við ljótustu orðin, sjálf dónaorð-
in. Orðin hér þykja ekki við hæfi sem almennt tungutak og þau greina
sig því frá samheitum sínum í þriðja flokki. Merkingarsvið þeirra er
vissulega hið sama en notkunarsvið ólíkt. í orðunum í fjórða flokkn-
um er ljótleikinn ekki aðeins falinn í merkingarmiðinu heldur einnig í
forminu því þau njóta almennt ekki viðurkenningar sem „gott“ mál.7
6 Hvaða orð þykja hlutlaus hverju sinni er breytilegt. Umskipti, eða endurnýjun
orða á þessum sviðum eru einmitt mjög tíð, líklega vegna þess að sjálft merkingar-
miðið er viðkvæmt, eins og fjallað verður um í 3.2.
7 Því má við bæta að orðin í fjórða flokknum geta flest einnig haft aðra vísun en
hina beinu sem hér er til umræðu því þau eru oft notuð í yfirfærðri merkingu sem al-
menn fukyrði um fólk. Þó svo að venslin hafi þá rofhað við hið upprunalega merking-
armið er samt vart hægt að segja að ljótleiki þeirra felist þá aðeins í forminu því eft-
ir situr óbein vísun til hinna bannhelgu sviða tilverunnar.