Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 92
90
Þóra Björk Hjartardóttir
3. Málstýring
3.1 Hvað er málstýring?
Hér að framan var skýringa á því af hverju sum orð vekja sterkari við-
brögð en önnur leitað í hinni tvíþættu skiptingu orða í merkingarmið
og form. Merkingarmið sumra orða var greint sem ljótt, þeirra orða
sem snerta viðkvæm eða bannhelg svið tilverunnar. Á slíkum sviðum,
eins og t.d. þeim sem varða sjúkdóma, kynlíf, ólíka menningarhópa og
kynþætti, er augljós snertiflötur við tilvist margra minnihlutahópa.
Hér má nefna geðsjúka, fatlaða, innflytjendur og samkynhneigða. Orð
sem notuð eru til að vísa til þessara hópa, eða einstaklinga innan þeirra,
eru oft neikvæð og niðrandi og endurspegla viðhorf um frávik sem
talið er óæskilegt út ffá sjónarhóli meirihlutans. Slík gildishlaðin orð
hafa alltaf verið til og munu eflaust alltaf verða til þrátt fyrir viðleitni
manna fyrr og síðar til að stemma stigu við notkun þeirra með því að
mynda ný orð um sama fyrirbæri. Þetta er alþekkt og má taka sem
dæmi að einstaklingar sem nú eru sagðir þroskahamlaðir voru ekki
fyrir svo löngu síðan kallaðir fávitar, orði sem okkur nú á dögum
þykir ótækt. Á milli þessara tveggja orða má greina a.m.k. tvö ef ekki
fleiri orð sem notuð hafa verið á tilteknum tíma, eins og sýnt er í (6):
(6) fáviti -» vangefinn -* þroskaheftur -* þroskahamlaður8
Gildishlöðnum orðum verður hins vegar ekki útrýmt úr tungumálinu
með slíkri endurnýjun. Orðin hverfa ekki endilega9 þótt þau séu ekki
lengur notuð sem sérhæfð orð um fyrirbærið og athyglisvert er að þau
fá gjarnan nýja óeiginlega merkingu sem fúkyrði um fólk almennt.
Enn fremur verða hin nýju hlutlausu orð gjarnan fljótt gildishlaðin líka
ef almenn viðhorf breytast lítið til hins bannhelga sviðs, það heldur
áfram að vera bannhelgt. Hins vegar er veruleikinn ekki óbreytanleg-
8 I stað lýsingarorðsins þroskahamlaður heyrist nú æ oftar notaður forsetningar-
liðurinn með þroskahömlun sem mætti þá greina sem nýjasta sprotann á þessari end-
urnýjun orðsins.
9 Orðum verður almennt ekki útrýmt meðvitað úr tungumáli. Hins vegar geta þau
horfið smám saman úr notkun málsins í kjölfar breyttra samfélagshátta eða vegna
þess að ný orð hafa leyst þau af hólmi.