Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 93
Baráttan um orðin
91
ur og ýmislegt sem áður var viðkvæmt og bannhelgt er það langtum
síður nú til dags, svo sem eins og samkynhneigð og fjölskyldumunst-
ur annað en hin hefðbundna kjarnaíjölskylda og endurspeglast það að
einhverju leyti í orðafari. Að sama skapi geta orðið til ný bannhelg
svið með tilheyrandi gildishlaðinni orðanotkun, eins og t.d. reykingar
og matarvenjur. Tungumálið verður seint dauðhreinsað ef svo má
segja, það sprettur alltaf upp ný og ný orðanotkun í grasrótinni, með-
al almennings, sem endurspeglar veruleikann hveiju sinni.
Aðgerðir til að fá fólk til að hætta að nota gildishlaðin orð um ýmsa
þjóðfélagshópa með því að mynda ný orð í staðinn er málstýring af
vissu tagi því að með þeim er reynt að beina málnotkun fólks í tiltek-
inn farveg. Hugtakið málstýringu (e. language planning) má nota í
víðum skilningi um allar meðvitaðar eða ómeðvitaðar aðgerðir til að
hafa áhrif á vöxt og viðgang tungumáls: hvernig það þróast og hvern-
ig það er notað (sbr. t.d. Kristján Árnason 2003:193-194, 2004: 376-
377; Thomas 1991:215 o.áfr.). í þessu sambandi er gjarnan talað um
stöðustýringu (e. status planning) og formstýringu (e. corpus plan-
ning). Stöðustýring snýr að ytri skilyrðum tungumáls og hlutverki
þess í samfélaginu, svo sem eins og við hvaða aðstæður tiltekið tungu-
mál skuli vera gjaldgengt. Formstýring lýtur að afskiptum af þróun og
notkun á einstökum þáttum tungumálsins, svo sem stafsetningu, fram-
burði, beygingum og orðafari (sjá t.d. Kristján Árnason 2001; Trudgill
1992). Hér mætti einnig bæta við orðræðustýringu um fýrirmæli eða
viðmið um uppbyggingu tiltekinna nytjatexta,10 svo sem bréfa af
ákveðinni gerð eða samtala í meðvituðum tilgangi (t.d. sölusamtala
eða þjónustusamtala) (sjá t.d. Cameron 1995; sjá einnig AsmuB og
Steensig 2003 um atvinnusamtöl af ýmsum gerðum). í þrengri skiln-
ingi má líta á málstýringu, og einkum þá hlið hennar sem nefnd er
formstýring, sem aðgerðir til að afhema „óreglu“ í málnotkun og setja
tiltekin viðmið til að fara eftir
Málstýring er ekki nýtt fyrirbæri og hún er til staðar í flestum mál-
samfélögum meira og minna. Þegar rætt er um málstýringu er stund-
10 Hér er orðið texti notað í víðari skilningi en oft tíðkast um sérhveija afmark-
aða málheild sem hefur ákveðinn tilgang og form, hvort heldur er í rituðu máli eða
töluðu.