Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 100
98
Þóra Björk Hjartardóttir
ingar á starfsheitum frá því að vísa til annars kynsins eingöngu til þess
að vera kynhlutlaus, sbr. þessi dæmi:
(12)a. hjúkrunarkona -* hjúkrunarffæðingur
b. fóstra -» leikskólakennari
c. starfsmaður -* starfskraftur15
Tungumálið gegnir því mikilvægu hlutverki í baráttu ýmissa minni-
hlutahópa gegn fordómum og neikvæðum viðhorfum í þeirra garð sem
helst í hendur við réttinda- og sýnileikabaráttu hópanna. Sú barátta
gengur m.a. út á það að fá að skilgreina sig upp á nýtt sjálfir, ekki sem
ffávik heldur sem einn sprota í fjölbreytileika mannlegs samfélags.
Það felur í sér kröfu um að fá að kalla sig heitum eftir eigin höfði.
Þetta er vel þekkt úr baráttu samkynhneigðra, svartra í Bandaríkunum,
úr kvennabaráttunni, eins og fyrr sagði, og nú síðast úr baráttu fatl-
aðra, a.m.k erlendis (sbr. Cameron 1995:143-147 og Frost 1997:43-
59).
Sú aðferð sem margir minnihlutahópar hafa beitt til umskipta gild-
ishlaðins orðafars er sú hefðbundna sem hér hefur verið rakin, þ.e.
með nýmyndun orða sem komi í stað niðrandi og meiðandi orða eða
orða sem mismuna á einhvern hátt eða fela í sér frávik. Þetta er sú leið
sem faghópar og hið opinbera hafa einnig farið eins og fram hefur
komið. Sýnd hafa verið dæmi um þetta úr kvennabaráttunni, sjá (12),
en bæta má við dæmi af öðrum vettvangi. Margir svartir Bandaríkja-
menn gera nú kröfu um að vera kallaðir African-American en ekki
colored eða black, svo ekki sé nú talað um hin afar gildishlöðnu heiti
Negro eða nigger. Öll orðin að frátöldu því fyrsta dragi athyglina að
húðlit þeirra og orðið colored gefi einnig til kynna frávik. Þeir vilja
skilgreina sig sem menningarheild (e. ethnic group) með áherslu á
uppruna eins og orðið African-American gefur til kynna. Það sé og
venjan í heitum flestra annarra menningarheilda í Bandaríkjunum, sbr.
15 Áherslur í þessum efnum hafa reyndar breyst hjá sumum femínistum. Nokkuð
ber á því að farið er að kyngreina aftur starfsheiti og nú vilja sumar konur kalla sig
ritstýrur, þingkonur og kennslukonur svo fáein dæmi séu tekin. Markmiðið með því
er að draga fram reynsluheim eða sérstöðu kvenna. Væntanlega búa einnig að baki
þær hugmyndir að nota ekki karlkynsorð til að vísa til kvenna, sbr. umræðu í 3.1.